fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ljósmyndaæði vegna norðurljósa: Svona áttu að stilla myndavélina þína

Brjálað að gera í verslun Nýherja „Ég hef aldrei séð neitt sem kemst nálægt þessu,“ segir Óskar Páll

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2016 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það hefur verið röð fyrir framan afgreiðsluborðið í allan dag,“ segir Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari og söluráðgjafi í verslun Nýherja, í samtali við DV. Svo virðist sem ljósmyndaæði runnið á Íslendinga vegna norðuljósadýrðarinnar sem blasir við Íslendingum þessa daganna. Litadýrðin nær hámarki í kvöld, ef marka má spár Veðurstofunnar.

„Ég hef aldrei séð neitt sem kemst nálægt þessu,“ segir Óskar um viðskiptin í dag og síðustu daga. Hann hefur starfað í versluninni í fjögur ár. Að minnsta kosti annar hver viðskiptavinur sé að leita að góðum þrífæti eða öðrum ljósmyndabúnaði. Margir séu þó komnir til þess að fá ráð um það hvernig þeir eigi að stilla vélarnar sínar.

Viðskiptavinir dagsins hafa allir verið Íslendingar, að sögn Óskars Páls. „Svo höfum við verið að hjálpa stórum kúnnum sem þurfa alls kyns búnað fyrir óvenju stór verkefni,“ segir hann. Það hefur því verið líf og fjör í búðinni í dag.

En hvernig á maður að stilla vélina sína?

„Fyrsta trikkið er að komast í myrkur. Þá er mjög klassískt að fara inn í Hvalfjörð, að Hvaleyrarvatni eða á Þingvelli. Það er fullt af stöðum í kring um borgina en það er mikilvægt að komast út úr ljósunum.“

Og þá er það tæknilega hliðin. „Þú stillir ISO á 1600, það er gott viðmið,“ segir hann en bætir við að gamlar vélar þurfi stundum að stilla á aðeins lægra ISO en flottustu græjurnar á aðeins hærra. „Síðan stillirðu á stærsta mögulega ljósop. Tímann stillirðu á tíu sekúndur,“ segir hann og heldur áfram. „Svo fiktarðu í tímastillingunni. Ef myndin er of björt þá styttirðu tímann en ef hún er of dimm þá lengirðu tímann.“ Hann bætir við að vélin þurfi að sjálfsögðu að vera stillt á manual.

Óskar Páll segir að góður þrífótur sé besta hjálpartækið við norðurljósatökur. Mikilvægt sé líka að hafa meðferðis góðan skammt af þolinmæði auk nestis.

DV hvetur áhugaljósmyndara til að senda okkur afrakstur kvöldins – til birtingar – á ritstjorn@dv.is. Látið staðsetningu og nafn ljósmyndara fylgja með.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda