fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Reykjavík rekin með 490 milljóna hagnaði

Borgarstjóri þakkar hagræðingu og auknum skatttekjum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 27. ágúst 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rekstur A-hluta Reykjavíkurborgar var jákvæður um 490 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Í tilkynningu borgarinnar segir að hagræðingarvinna og hærri skatttekjur hafi skilað árangri. Áformað hafi verið að ná fram 604 milljóna hagræðingu á fyrri hluta ársins en hún hafi endað í 611 milljónum króna.

Innan A-hluta er hinn almenni rekstur borgarinnar sem er fjármagnaður með skatttekjum. Samkvæmt áætlun borgarinnar átti hún að skila 300 milljóna króna tapi á tímabilinu. Skatttekjur voru 554 milljónum hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

„Það er ánægjulegt að sjá að sú hagræðingarvinna sem við lögðum í er að skila sér. Þá er líka gott að sjá að tekjur Reykvíkinga eru að aukast því það sýna hærri skatttekjur borgarinnar. Hins vegar verðum við að halda þétt um taumana því það má lítið út af bera í rekstrinum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í tilkynningunni.

Rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B-hluta, var jákvæð um 10.561 milljón en áætlanir gerðu ráð fyrir jákvæðri niðurstöðu upp á 5.300 milljónir. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem eru að hálfu eða meirihluta í eigu borgarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns