fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Bændur eru æfir: Telja lækkun til bænda „glórulausa“

Landssamband sauðfjárbænda segir uppsöfnuðum rekstrarvanda velt yfir á sveitir landsins

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 25. ágúst 2016 13:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landssamband sauðfjárbænda telur lækkun Sláturfélags Vopnfirðinga og Norðlenska á afurðaverði til bænda glórulausa. Norðlenska tilkynnti í gær að það hyggðist greið bændum 10 prósent minna en áður fyrir lömb en 38 prósent minna fyrir fullorðið fé.

Sjá einnig: Bændur fá 10% minna fyrir lömbin

Sláturfélag Vopnfirðinga hefur fylgt í fótspor Norðlenska og boðað 12 prósent lækkun. Landssamtök sauðfjárbænda harma ákvörðun Sláturfélags Vopnfirðinga og „telja hana álíka glórulausa og þá sem Norðlenska kynnti í gær.“ Þau óttast áhrifin sem lækkunin muni hafa á sveitir landsins. „Harkaleg 12% lækkun á lambakjöti sætir furðu á meðan innanlandssala eykst, vextir fara lækkandi, efnahagshorfur eru góðar og heimsmarkaðsverð á lambakjöti er á uppleið,“ segir á sauðfé.is, heimasíðu sambandsins.

Sambandið, rétt eins og Sláturfélag Vopnfirðinga, óttast að verslunin muni taka til sín lækkunina. Reynslan sýni að hvorki neytendur né afurðarstöðvarnir njóti góðs af verðlækkun til bænda. „Samtökin eru því gáttuð á ákvörðun Sláturfélags Vopnfirðinga – sem virðist hreinlega galin í ljósi eigin rökstuðnings félagsins.“

Sláturfélag Vopnfirðinga segir í rökstuðningi sínum að útflutningur á hliðarafurðum hafi gengið illa og birgðir safnast upp, rétt eins og Norðlenska.

Ljóst er að sauðfjárbændur eru afar ósáttir: „Samtökin mótmæla harkalega þeim glórulausu röksemdum Sláturfélags Vopnfirðinga sem fram koma í bréfinu að lækkunin nú sé hugsuð til að liðka fyrir útflutningi þessara umframbirgða. Ekki er boðlegt að fyrirtæki sem er að mestu í eigu bænda velti uppsöfnuðum rekstrarvanda yfir á sveitir landsins – vanda sem er tilkominn er vegna andvaraleysis fyrirtækisins sjálfs,“ segir á heimasíðunni. Samtökin hafa sagt að 12,5 prósent hækkun – ekki lækkun – væri hæfileg og í samræmi við þriggja ára áætlun sem lögð hafi verið fram í fyrra.

„Samtökin mótmæla harkalega þeim glórulausu röksemdum Sláturfélags Vopnfirðinga sem fram koma í bréfinu að lækkunin nú sé hugsuð til að liðka fyrir útflutningi þessara umframbirgða. Ekki er boðlegt að fyrirtæki sem er að mestu í eigu bænda velti uppsöfnuðum rekstrarvanda yfir á sveitir landsins – vanda sem er tilkominn er vegna andvaraleysis fyrirtækisins sjálfs.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“