fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Bændur fá 10% minna fyrir lömbin

Norðlenska segir heildsöluverð ekki hafa hækkað eins og laun – Horfur slæmar á mörkuðum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. ágúst 2016 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norðlenska hefur ákveðið að lækka verðskrá sauðfjárinnleggs fyrir komandi sláturtíð um 10 prósent fyrir dilka og 38 prósent fyrir fullorðið fé. Þetta kemur frá á vefsíðu Norðlenska, sem og á fréttasíðunni 641.is, sem segir fréttir úr Þingeyjarsýslu.

Ástæðurnar sem gefnar eru fyrir lækkuninni eru nefndar þrjár: Heildsöluverð afurðanna hafi ekki hækkað í samræmi við launahækkanir (sem hafi komið niður á afkomu Norðlenska)slækmar horfur séu á útflutningsmörkuðum auk þess sem styrking á gengi krónunnar hafi átt sér stað á sama tíma og vaxtastig hafi haldist mjög hátt. Afkoma Norðlenska á sölu lambakjöts hafi rýrnað á undanförnum árum og við því verði að bregðast.

Fram kemur að heildsöluverð á kjöti hafi ekki fylgt launahækkunum og lítil eftirspurn sé eftir aukaafurðum. Norðlenska sitji til að mynda uppi með ósledar gærur frá tveimur síðustu árum, auk þess sem verð fyrir garnir, vambir og aðrar útfluttar sláturvörur hafi lækkað mikið.

Einnig segir að meðal innkaupsverð Norðlenska á dilkum, svokallað bændaverð, hafi hækkað um meira en 42 prósent frá 2010 til 2015. Nú hafi aðstæður á útflutningsmörkuðum breyst til hins verra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“