fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Óli Kristján ráðinn til KOM

– Starfaði á Fréttablaðinu í tólf ár sem vaktstjóri og blaðamaður

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 23. ágúst 2016 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blaðamaðurinn fyrrverandi Óli Kristján Ármannsson hefur hafið störf sem ráðgjafi í almannatengslum og útgáfu hjá KOM ráðgjöf. Síðustu tólf ár hefur Óli Kristján starfað sem blaðamaður á Fréttablaðinu. Þar hefur Óli meðal annars sinnt vaktstjórn og verið í hópi leiðarahöfunda blaðsins síðustu ár, auk þess að sinna fréttaskrifum.

„Á Fréttablaðinu hélt Óli Kristján síðustu misseri utan um fréttir af vinnumarkaði, en skrifaði um árabil fréttir af viðskipta- og efnahagslífi og gegndi um tíma stöðu viðskiptaritstjóra blaðsins. Hann var jafnframt umsjónarmaður Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagslíf,“ segir í tilkynningu

„Áður hefur Óli Kristján einnig starfað sem blaðamaður í innlendum fréttum á Morgunblaðinu og ritstýrt tímaritinu Tölvuheimi – PC World á Íslandi 2002 til 2004.Þá hefur Óli Kristján setið í stjórn Blaðamannafélags Íslands síðustu átta ár, þar af sem varaformaður frá 2013. Óli Kristján lauk námi í Hagnýtri fjölmiðlun frá Háskóla Íslands 2001 og sat árin 2006 og 2007 námskeið í rannsóknarblaðamennsku og ritstjórn í Háskólanum í Reykjavík. BA-námi í ensku frá Háskóla Íslands lauk Óli árið 1994. Óli Kristján býr á Selfossi með eiginkonu sinni Guðfinnu Gunnarsdóttur framhaldsskólakennara og börnum þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár

Eftirlýstur hælisleitandi úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að hafa forðast brottvísun í tæp 3 ár
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun

Alvarleg staða á Landspítalanum – Ófaglærðir halda starfseminni gangandi þegar kemur að hjúkrun og umönnun
Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar

Sífellt fleiri kalla eftir því að 71. greininni verði beitt gegn málþófi stjórnarandstöðunnar
Fréttir
Í gær

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi

Segir stjórnarandstöðuna leggja fæð á Ingu Sæland og hindra framfaramál með botnlausu málþófi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir

Kemur fram á lokatónleikum Black Sabbath þrátt fyrir að hafa verið skotinn margsinnis – Árásarmennirnir gómaðir