fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Forsetakosningar 2016: Ég er tilbúinn

Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi skrifar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. júní 2016 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öllum forsetaframbjóðendum var boðið að senda framboðsgrein í helgarblað DV, þær munu allar birtast í dag á dv.is


Guðni Th. Jóhannesson skrifar

Undanfarnar vikur og mánuði hef ég orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara um allt land og tala við fólkið sem byggir þetta góða land okkar. Það eru gríðarleg forréttindi fyrir mig, venjulegan mann sem hef staðið utan alls stjórnmálavafsturs og aðeins fylgst með sem fræðimaður, að fá að tala beint og milliliðalaust við þúsundir Íslendinga um sýn mína á samfélagið og forsetaembættið. Í þessum samtölum mínum hef ég skynjað að embætti forseta Íslands skiptir þjóðina máli og að þjóðin vill að um embættið ríki sátt.

Í umróti síðustu ára hafa sáttin og traustið látið nokkuð á sjá, ekki síst þegar kemur að valdastofnunum samfélagsins. Það er að mörgu leyti skiljanlegt, en vantraust er engu samfélagi hollt til lengdar. Verkefni næstu ára er að endurbyggja traustið og koma á meiri samfélagssátt. Það er verkefni okkar allra og ég er tilbúinn til að leggja mitt af mörkum til þess. Nái ég kjöri sem forseti Íslands mun það verða mitt leiðarstef.

Mynd: Haakon Broder Lund

Embætti forseta Íslands er nefnilega mun stærra en hver sá einstaklingur sem til þess velst. Sá eða sú sem því gegnir þarf að geta hafið sig yfir embættið og gegnt því með hagsmuni þjóðarinnar í huga.

Eitt af því sem sátt þarf að nást um er sjálft embætti forseta Íslands. Það hefur tekið miklum eðlisbreytingum á undanförnum árum og áratugum og sitt sýnist hverjum um það hvernig best er að haga málum hvað það varðar. Ég hef skýra sýn á embætti forsetans. Forseti getur þurft að standa bjargfastur á eigin sannfæringu, en einnig vera tilbúinn til að miðla málum. Hann þarf að vera staðfastur talsmaður þjóðarhagsmuna þegar þörf krefur, en koma einnig virðulega fram fyrir hönd þjóðarinnar. Hann þarf að vera uppörvandi og bjartsýnn þegar á móti blæs, en kunna að gleðjast og sýna þakklæti þegar vel gengur.

Fyrst og fremst á forseti að vera öllum óháður, hlusta á eigin samvisku og þjóna öllum í landinu jafnt. Hann þarf að vera forseti allra.

Aðdragandi forsetakosninganna hefur verið lærdómsríkur. Svo virðist sem þær áherslur sem ég hef talað fyrir falli í frjóan jarðveg og ég verð ævarandi þakklátur þeim fjölmörgu sem hafa lagt hönd á plóg fyrir framboð mitt, stutt mig með ráðum og dáð. Þá hafa samtölin við þjóðina um stjórnarskrá Íslands fært mér nýja sýn á framtíðarskipan stjórnskipunar okkar.

Nái ég kjöri mun ég nýta mér þessa reynslu í störfum mín fyrir Ísland.

Ég er tilbúinn til að vera forseti þjóðarinnar allrar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Í gær

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman

Einar og Gestur hafa áhyggjur af eiginkonum sínum – Eins og martröð mánuðum saman
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“

„Það er orðið sérlega óheppilegt þegar við erum farin að beita ofbeldi í þágu sjálfrar baráttunnar gegn ofbeldi“