fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Bjó til sérstakan „Gumma Ben“ vekjaratón

Auður Ösp
Föstudaginn 24. júní 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson fór gjörsamlega af límingunum þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmarkið gegn Austurríki á EM í gær. Tilfinningaleg viðbrögð hans láta engann ósnortinn og hafa ófáir haft orð á því að lýsing hans sé hreinlega unun á að hlusta. Einn af þeim er Baldur Ragnarsson sem hefur nú komið því kring að lýsing Guðmundar muni vera það fyrsta sem hann heyrir á hverjum morgni.

Viðbrögð Guðmundar við hinu sögufrægu marki Arnórs Ingva hafa vakið mikla at­hygli um heim allan, enda með eindæmum dramatísk. „Ég man ekk­ert hvað ég sagði. Það er erfitt að koma til­finn­ing­um í orð. Ég fagnaði bara,“ sagði Guðmundur sjálfur í samtali við Dagbladet, einn af hinum fjölmörgu erlendu miðlum sem haft hafa samband við hann undanfarinn sólarhring.

„Gat bara ekki farið að sofa án þess að búa þetta til. Þessi frammistaða hjá honum Gumma er það yfirfull af heilindum og fegurð að ég vil vakna með hana í eyrunum á hverjum morgni,“ ritar Baldur á fésbókarsíðu sína og deilir meðfylgjandi hlekk þar sem nálgast má sérstakan vekjaratón með þessari lýsingu Guðmundar. Hefur uppátæki Baldurs vakið heilmikla lukku en áhugasamir geta hlaðið tóninum niður á snjallsíma sinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda