fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fréttir

Ungar tekjulágar konur líklegastar til að fara í ljós

Reykvíkingar fara oftar í ljós en íbúar annarra sveitarfélaga

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 26. maí 2016 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 10 prósent Íslendinga fóru í ljósabekk á síðasta ári. Þeim fer þó fækkandi en árið 2004 fóru 30 prósent landsmanna í ljós. Töluvert fleiri konur stunda ljósabekki heldur en karlar. Þær eru oftast á aldrinum 18 til 24 ára.

Þetta kemur fram í nýrri Gallup könnun sem Morgunblaðið greinir frá. Þar segir jafnframt að dæmi séu um að börn, allt niður í 12 ára gömul, stundi ljósabekki í Reykjavík þrátt fyrir að aldurstakmarkið sé 18 ára.

Reykvíkingar fara oftar í ljós en íbúar annarra sveitarfélaga og gildir það sömuleiðis um íbúa með lægstu tekjurnar. Gallup gerði rannsóknina fyrir starfshóp um varnir gegn útfjólubláum geislum, sem hefur látið framkvæma slíkar
rannsóknir frá árinu 2004.

Í hópnum sitja fulltrúar frá Geislavörnum ríkisins, Embætti landlæknis, húðlæknum og Krabbameinsfélaginu. Á þessum 12 árum hefur notkun ungmenna á ljósabekkjum minnkað umtalsvert, frá 38 prósent árið 2004 niður í 25 prósent. Árið 2005 fóru um tveir þriðju stúlkna á aldrinum 18-24 ára í ljós en tíu árum síðar var þetta hlutfall komið niður í 55 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni

Fangi fannst látinn á Litla-Hrauni
Fréttir
Í gær

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“

Gunni Helga með tárin í augunum: „Ég hélt við værum komin lengra!“
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Í gær

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna

Lesendur hafa talað: Þetta voru sigurvegarar kappræðnanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna

Boris Johnson sendur af kjörstað með skottið milli lappanna