fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ný könnun MMR: Guðni enn með yfirburði – Davíð með 18 prósenta fylgi

Guðni með 65,6 prósenta fylgi – Davíð með 18,1 prósent

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 25. maí 2016 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylgi Davíðs mældist 18,1% í nýjustu könnun MMR.
Davíð Oddsson Fylgi Davíðs mældist 18,1% í nýjustu könnun MMR.

Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur nýtur stuðnings 65,6 prósenta þjóðarinnar í embætti forseta Íslands. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar MMR um fylgi þeirra sem tilkynnt hafa forsetaframboð. Könnunin var gerð dagana 12. til 20. maí síðastliðinn.

Guðni heldur þar með mikilli forystu en hann var einnig með yfirburðafylgi í síðustu könnun MMR. Fylgi Davíðs Oddssonar mældist 18,1 prósent í könnuninni á meðan fylgi Andra Snæs Magnasonar mældist 11 prósent. Þá mældist fylgi Höllu Tómasdóttur 2,2 prósent. Aðrir frambjóðendur mældust samanlagt með 3,0% fylgi.

Þegar fylgi þriggja efstu frambjóðendanna var skoðað eftir samfélagshópum og stjórnmálaskoðunum kom í ljós að Guðni Th. Jóhannesson hafði hlutfallslega meira fylgi meðal kvenna og þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnarflokkana. Aftur á móti hafði Davíð Oddson hlutfallslega meira fylgi meðal karlmanna, þeirra sem eldri voru og þeirra sem studdu Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk. Andri Snær Magnason hafði hlutfallslega mest fylgi meðal þeirra sem yngri voru.

Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR
Svarfjöldi: 985 einstaklingar
Dagsetning framkvæmdar: 12. til 20. maí 2016

Hér má sjá niðurstöðurnar í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra