fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Gekk í raðir ISIS: Sá eftir því frá fyrsta degi – ástæðan er þessi

Mo segir að steininn hafi tekið úr þegar hann sá stjaksett höfuð – Á yfir höfði sér 25 ára fangelsisdóm

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 21. maí 2016 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hann yfirgaf heimahaga sína í Bandaríkjunum til að ganga í raðir hryðjuverksamtakanna ISIS. Fimm mánuðum síðar flúði hann hryllinginn sem fyrir augu bar – loforð um gull og græna skóga stóðust engan veginn.

Maðurinn sem um ræðir heitir heitir Mo og sagði hann bandaríska fréttamanninum Lester Holt sögu sína á NBC News. Í frétt NBC kemur fram að Mo hafi ekki vilja að fullt nafn hans myndi birtast af ótta við hefndaraðgerðir.

Sá stjaksett höfuð

Hann segir í viðtalinu, sem birt verður í heild sinni í þættinum Dateline á sunnudag, að steininn hafi tekið úr þegar hann sá stjaksett höfuð sem liðsmenn ISIS höfðu komið fyrir. Eftir að hann kom aftur til Bandaríkjanna var hann handtekinn, en að sögn NBC News hefur hann verið samvinnuþýður yfirvöldum.

„Ég reyndi hvað ég gat að loka á þetta,“ sagði hann um viðbjóðinn sem viðgekkst meðal liðsmanna samtakanna. Mo, sem er 27 ára, var nemandi við Columbia University áður en hann ákvað að ganga í raðir samtakanna. Hann er einn fárra Bandaríkjamanna sem gengið hafa í raðir ISIS.

Heillaðist af hugmyndafræðinni

Í viðtalinu segist Mo hafa heillast að hugmyndafræði ISIS um stofnun kalífadæmis. Hann notaði sparifé sitt til að kaupa sér flugferð til Tyrklands í júní 2014 þaðan sem hann hélt til Sýrlands. Þetta gerðist stuttu eftir að bandaríska alríkislögreglan, FBI, hafði bankað upp á hjá honum þar sem vefsíðurnar sem hann heimsótti þóttu óeðlilegar.

Hann segist hafa laumast yfir til Sýrlands í skjóli nætur og farið beint í æfingabúðir ISIS-samtakanna þar sem nýliðum var meðal annars sýnt sjálfsmorðssprengjuvesti, svo dæmi séu tekin. Hann segist hafa orðið vitni að skelfilegu ofbeldi meðan á dvöl hans stóð. Handtökur fyrir sakleysislega hluti eins og reykingar á almannafæri hafi verið daglegt brauð.

Léttir að komast í sendiráðið

„ISIS stefnir ekki að því að færa út boðskap íslamstrúar um allan heim. Þetta þarf fólk að vita og ég mun halda þessu fram þar til yfir lýkur,“ segir hann. Eftir að hafa fengið sig fullsaddann af ofbeldinu segist hann hafa forðað sér aftur til Tyrklands þar sem hann fór í bandaríska sendiráðið. „Það var mikill léttir. Þegar ég loks komst þangað bað ég þá vinsamlegast um að hleypa mér inn.“

Þegar í sendiráðið var komið var haft samband við FBI og var Mo handtekinn í kjölfarið. Hann ákvað að sýna yfirvöldum fullt samstarf gegn því að sleppa við alvarlega ákæruliði. Hann má þó búast við því að verða dæmdur í 10 til 25 ára fangelsi fyrir að ganga í raðir hryðjuverkasamtaka og starfa með samtökunum. Ef hann hefði neitað að verða samvinnuþýður hefði hann að líkindum hlotið lífstíðardóm.

Mo segir í viðtalinu að markmið hans hafi aldrei verið að gerast hryðjuverkamaður fyrir samtökin. Hann viðurkennir þó að ákvörðun hans um að ganga í raðir ISIS hafi verið sú versta sem hann hefur tekið um ævina. „Augljóslega hefði ég ekki getað tekið verri ákvörðun. Mig langar að beina þeim tilmælum til fólks, sem er í þessum hugleiðingum, að hugsa sig tvisvar um áður en það fer.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum