fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Kristrún fékk sér rauðvínsglas og á meðan tapaði hún 160 þúsund krónum á ótrúlegan hátt – Þetta gæti komið fyrir alla

„Ég vil endilega hvetja fólk til að fara varlega“

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vil endilega hvetja fólk til að fara varlega,“ segir Kristrún Arnarsdóttir, 51 árs tölvunarfræðingur úr Kópavogi, sem varð fyrir því fyrir því óláni á dögunum að tapa veskinu sínu sem meðal annars innihélt kreditkortið hennar.

Þegar hún áttaði sig á að veskið væri horfið var óprúttinn einstaklingur búinn að taka út úr hraðbönkum og kaupa vörur fyrir 160 þúsund krónur. Hafa ber í huga að þetta gerðist allt saman á aðeins einni klukkustund.

Tók ekki langan tíma

Kristrún segist í samtali við DV vilja hvetja fólk til að passa upp á PIN-númerið sitt. Allt bendir til þess að hún muni sjálf þurfa að bera fjárhagslega ábyrgð á tjóninu af þeirri ástæðu þjófurinn notaði PIN-númer að korti Kristrúnar.

Þjófnaðurinn á kortinu átti sér stað á veitingahúsi á laugardagskvöldi síðla aprílmánaðar. Kristrún keypti sér rauðvínsglas á umræddum stað og greiddi fyrir það með kreditkorti sínu. Hún sagði frá þessu í færslu á Facebook í gærkvöldi og er óhætt að segja að færslan hafi vakið mikla athygli. Hún segir:

„Ég borgaði fyrir vínglasið kl. 01:03. Fimm mínútum síðar, kl. 01.08, var búið að taka út í hraðbanka á laugaveginum kr. 50.375 út svo aftur kr. 30.225 á sama stað. Því næst var verslað fyrir kr. 46.634 á bensínstöð í Álfheimum með viðkomu í tveim hraðbönkum í Borgartúni – en þá gekk ekki að taka út pening. Frá bensínstöðinni var farið í sólarhringsverslun í Glæsibæ og verslað fyrir kr. 27.841. Síðan var brunað í aðra sólarhringsverslun og reynt þrívegis að taka út kr. 95.311, án árangurs. Allt þetta átti sér stað á meðan ég var enn á barnum að sötra úr glasinu. Þegar ég áttaði mig á því, rúmlega 02:00, að búið væri að stela seðlaveskinu mínu og þar með kreditkortinu, var búið að taka út pening eða vörur fyrir tæplega 160.000 kr. Síðasta úttektin var gerð kl: 01:52.

Svörin vekja spurningar

Kristrún segist hafa kvartað yfir þessum færslum til kortafyrirtækisins og niðurstaða þeirrar athugunar hafi verið á þá leið að tjónið sé alfarið hennar. Hún vitnaði meðal annars í skriflegt svar þar sem segir: „Færslurnar eru gerðar með lestri örgjörvans sem er á kortinu og innslætti Pinn-númers, sem korthafi á einn að hafa aðgang að. VISA INTERNATIONAL veitir ekki bakfærslurétt á úttektir þar sem örgjörvi er lesinn og Pinn-númer er slegið inn.“

Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði – eðlilega

Kristrún segir að ýmsar spurningar vakni við þessi svör. Í fyrsta lagi, ef hún er ábyrg, hvernig hefði hún átt að geta komið í veg fyrir þjófnaðinn? Kristrún segist hafa búið erlendis í mörg ár þar sem brýnt er fyrir fólki að passa pinnið vel. „Þetta er innprentað í mig. Í hraðbanka er þetta ekkert mál. En hvað ef þú þarft að greiða með korti í troðningi? Hefði ég átt að fara fram á meira olnbogarými þegar ég sló inn pinnið? Hefði ég átt að biðja um að posinn væri tekinn úr statífinu svo ég gæti haft hann nær mér og betur skýlt pinninu? Þarna var svoleiðis vesen ekki í boði – eðlilega,“ segir Kristrún.

Kristrún hvetur fólk til að passa upp á PIN-númerið sitt. Óprúttinn aðili tók út pening og keypti vörur fyrir 160 þúsund krónur með korti hennar.
160 þúsund krónur Kristrún hvetur fólk til að passa upp á PIN-númerið sitt. Óprúttinn aðili tók út pening og keypti vörur fyrir 160 þúsund krónur með korti hennar.

Mynd: Hörður Sveinsson

Ábyrgðinni varpað á korthafann

Hún bendir á að enn sé það þannig að ef hægt er að sýna fram á misnotkun séu færslurnar endurgreiddar. En það eigi samt ekki við ef notast er við örgjörva og PIN-númer.

„Með innleiðingu pinn-notkunar er búið að varpa ábyrgðinni algjörlega yfir á korthafann. Kortafyrirtæki taka ekki þátt – og þar með heldur ekki tryggingafélög. En ekkert hefur eðlislega breyst; þetta er ekki öruggt fyrir korthafa nú frekar en fyrir tíma örgjörva og pinns því þjófarnir finna nýjar leiðir. Með sérstöku símahulstri er hægt að taka hitamynd af nýnotuðu takkaborði. Svo þarf þjófurinn bara að stela kortinu. Lögreglan er raunar komin með fína mynd af þeim. Það voru myndavélar á öllum þeim stöðum sem kortið mitt var misnotað þessa nótt. En það er ekki nóg,“ segir Kristrún sem kveðst ekki vita nákvæmlega hvernig þjófurinn komst yfir PIN-númerið. Mögulega hafi hann séð hana slá númerið inn og mögulega hafi hann verið með einhvern útbúnað sem auðveldaði honum verkið.

Kortið notað 17 sinnum á innan við klukkutíma

Kristrún segir að fleiri spurningar vakni við svona atvik. „Hefðu ekki einhverjar viðvörunarbjöllur átt að hringja hjá kortafélaginu mínu þegar kortið mitt var notað 17 sinnum á innan við klukkutíma um miðja nótt og hafnað níu sinnum, þar af sex sinnum í röð? Hvað ef ég hefði borgað með debetkorti,“ spyr Kristrún í færslunni.

Hún bendir að lokum á að slagorðið „pinnið á minnið“ hafi verið auglýst mikið, en þarfara væri að auglýsa annað slagorð á þá leið að passa verði pinnið. „En miðað við mína reynslu er kannski ráðið að skilja kortið eftir heima og nota reiðufé þar sem von er á biðröð við posann. Fyrir hvern var þessi breyting? Ekki er hún korthöfum í hag nú þegar ábyrgðin er öll þeirra og pinn- og kortaþjófnaður er hafinn af alvöru hér á landi,“ segir hún í færslunni og bætir við að lokum: „Mín saga gæti auðveldlega verið þín saga.“

Í samtali við DV kveðst Kristrún vilja vekja athygli á þessu og hvetja um leið fólk til að passa PIN-númerin á greiðslukortum sínum. Þetta eigi sérstaklega við þegar notast er við kortin í mannþröng. Hún segist hafa farið til lögreglunnar í gær til að kanna hvort lögreglu hefði orðið ágengt í rannsókn sinni á málinu. Efnislega hefðu svörin sem hún fékk verið á þá leið að hún ætti ekki að búast við miklu. Tvö önnur sambærileg tilvik hefðu komið upp fyrir skemmstu og með auknum ferðamannastraumi væru meiri líkur á að erlend glæpagengi komi hingað til lands í þeim tilgangi að stela af grunlausu fólki.

Gott að hafa í huga

Gott að hafa í huga

Á vef Samtaka fjármálafyrirtækja má finna öryggisreglur sem gott er að hafa í huga. Þetta á til dæmis við þegar peningar eru teknir út úr hraðbönkum eða notast er við greiðslukort í verslunum.

1.) Vertu á varðbergi gagnvart grunsamlegri hegðun ókunnugra kringum hraðbankann.

2.) Ef þú verður var við grunsamlega hegðun hættu við aðgerðir í hraðbankanum og notaðu hraðbankann seinna.

3.) Legðu PIN númerið þitt vel á minnið og ekki bera á þér minnisblöð þar sem PIN númerið er skrifað niður. Ekki láta neinn fá PIN númerið þitt (hvorki ókunnuga, bankastarfsmenn, lögreglu o.s.frv.). Öryggi PIN númersins er á ábyrgð korthafa.

4.) Vertu á varðbergi gagnvart aðilum sem eru að reyna að sjá innslátt PIN númers við hraðbanka og gættu þess að enginn geti séð innslátt PIN númersins. · Settu aðra hönd þína yfir takkaborðið og notaðu sem skjöld fyrir hina höndina sem slær inn PIN númerið.

5.) Notaðu líkama þinn til að byrgja ókunnugum sýn þegar þú slærð inn PIN númerið.

6.) Tilkynntu umsvifalaust þjónustuveri banka, sparisjóðs eða kortafyrirtækis um stolin eða týnd kort.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út