fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Þóttist hafa krabbamein til að fá pening fyrir lýtaaðgerð

„Þú misnotaðir samband þitt við hann“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 13. febrúar 2016 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona á fertugsaldri var dæmd í gær til hálfs árs skilorðsbundins fangelsis fyrir að hafa svikið 14 þúsund pund, eða rúma 2,6 milljónir króna, af kærasta sínum. Breska dagblaðið Daily Mail greinir frá þessu. Hin 31 árs gamla Charlotte Roche sagði Matthew Pilgrim að hún væri með leghálskrabbamein og grátbað hann um pening fyrir krabbameinsmeðferð sem hún þurfti ekki á halda.

Parið kynntist á stefnumótasíðu á netinu árið 2014 og sagði saksóknari við fjölmiðla að hún hefði ferðast til London um helgar til að vera hjá Matthew. „Sambandið fór mjög hratt af stað og taldi hann að þau væru mjög náin,“ sagði Allistair Walker saksóknari, bætti hann við að svindlið hefði verið vel undirbúið. Charlotte sagði Matthew að hún væri með írskan bankareikning og ætti erfitt með að nálgast peningana sína. Á hún einnig að hafa sagt á einu af þeirra fyrstu stefnumótum að hún hefði áður þjáðst af leghálskrabbameini, sem var ekki rétt.

Einn daginn fékk hann svo skilaboð um að hún þyrfti bráðnauðsynlega á krabbameinsaðgerð að halda og að hún gæti ekki notað bankareikninginn sinn. Ef hún færi ekki á einkasjúkrahús þá ætti hún á hættu að deyja. Eftir að hafa látið Charlotte fá 1,3 milljón króna þá bað hann um að fá að heimsækja hana á sjúkrahúsið en hún varð ekki við þeirri beiðni. Sendi hún beiðni um meira fé fyrir öðrum sjúkrakostnaði sem hann lét hana fá.

Charlotte lét sig hverfa og flutti norður til Skotlands, Matthew hafði þá samband við lögreglu sem handtók hana í október síðastliðnum. „Það er alveg ljóst að þú misnotaðir samband þitt við hann, laugst og á óskammfeilinn máta hafðir af honum fé,“ sagði dómarinn við dómsuppkvaðninguna. Mun Charlotte þurfa að endurgreiða Matthew féið og vinna 80 klukkustundir af samfélagsþjónustu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra