fbpx
Miðvikudagur 01.maí 2024
Fréttir

Icelandair: Hagnaður nam 14 milljörðum og jókst um 67%

Forstjóri Icelandair segir afkomu síðasta árs „betri en áætlanir stjórnenda gerðu ráð fyrir“ – Greiða hluthöfum 3,5 milljarða króna í arð

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. febrúar 2016 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagnaður Icelandair á árinu 2015 nam 111,2 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 14,3 milljarða íslenskra króna, og jókst hann um 67% frá fyrra ári. Þá nam EBITDA-hagnaður flugfélagsins – afkoma fyrir fjármagnsliði, skatta og afskriftir – 219 milljónum dala borið saman við 154,3 milljónir dala á árinu 2014.

Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá Icelandair sem var birt eftir lokun Kauphallarinnar í dag en félagið hyggst greiða hluthöfum 3,5 milljarða króna í arð á þessu ári. Stærstu eigendur Icelandair eru lífeyrissjóðir landsins. Gengi bréfa í Icelandair lækkuðu um 3,8% í ríflega 1.110 milljóna króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri félagsins, segir rekstur Icelandair hafa gengið vel á síðasta ári og að afkoman sé „betri en áætlanir stjórnenda gerðu ráð fyrir í upphafi árs og EBITDA ársins er við efri mörk síðustu afkomuspár félagsins. Margir samverkandi þættir hafa jákvæð áhrif á sterkt ársuppgjör. Þar má nefna lækkandi eldsneytisverð, aukna eftirspurn á Norður-Atlantshafsmarkaðinum sem við höfum mætt með auknu framboði ásamt góðri afkomu í leiguflugi og fraktflugi. Þá hefur nýting á hótelherbergjum aukist talsvert milli ára.“

Tekjur aukist um 420 milljónir dala frá 2010

Afkoma félagsins á fjórða ársfjórðungi tók stakkaskiptum og nam EBITDA-hagnaður Icelandair þá 20,1 milljónum dölum en á sama tíma árið 2014 var afkoman hins vegar neikvæð um 1,5 milljónir dala. Í afkomutilkynningu Icelandir er haft eftir Björgólfi að félagið hafi lagt ríka áherslu á að styrkja rekstur þess utan háannatímans og það sé því mjög ánægjulegt að sjá mikinn rekstrarbata á fjórða ársfjórðungi. „Sterk eiginfjárstaða og undirliggjandi sjóðstreymi tryggja getu okkar til að ráðast í arðbærar fjárfestingar sem auka samkeppnishæfni til langs tíma. Frá og með árinu 2010 hefur verið góður stígandi í rekstri Icelandair Group og hafa tekjur vaxið úr 718 milljónum dala árið 2010 í 1.140 milljónir dala árið 2015, eða um 422 milljónir dala.“

Samkvæmt áætlun Icelandair er gert ráð fyrir að heildarframboðsaukning í millilandsflugi á þessu ári verði 24%. Þá er áætlað EBITDA-hagnaður félagsins aukist um 26-30 milljónir dala og verði 245-250 milljónir dala á árinu 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum
Fréttir
Í gær

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum

Örvæntingarfull leit Úkraínumanna og Rússa að nýjum hermönnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins

Sigurður Orri nýr framkvæmdastjóri Húseigendafélagsins