fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Loftfarið Graf Zeppelin í Reykjavík

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 8. júní 2019 10:00

Zeppelin greifi Frægasta loftfar Þjóðverja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 17. júlí árið 1930 sáu íbúar Reykjavíkur hlut, sem líktist helst geimfari, fljúga í áttina að borginni. Þetta var hið tignarlega þýska loftfar, Graf Zeppelin, eða eins og Íslendingar kölluðu það, Zeppelin greifa. Hornfirðingar höfðu fyrst séð farið og sendu tilkynningu um það til Reykjavíkur. Í blaðinu Fálkanum var skrifað:

„Hægt og hátignarlega færðist hann nær og gljáði á gráan skrokkinn í sólskininu. Flaug hann nokkurra stund mjög hægt yfir borgina í stórum hringjum og þótti öllum það fögur sjón og mun hún flestum ógleymanleg er sáu, enda hefir Ísland aldrei fengið merkilegri heimsókn loftleiðis en í þetta sinn. Stærð loftskipsins er gífurlega mikil og sáu menn það best af samanburði við „Súluna“ okkar, er hún sveimaði í kringum skipið til þess að fagna því.“

Loftfarið hét formlega LZ 127 Graf Zeppelin og var smíðað tveimur árum áður. Það var notað vel fram á valdatöku nasista en flaug sína hinstu ferð árið 1937. Alls flaug Graf Zeppelin 590 ferðir. Farið var nefnt í höfuðið á uppfinningamanninum og hönnuðinum Ferdinand von Zeppelin, sem lést árið 1917.

Fánar voru dregnir að húni í Reykjavík þegar Zeppelin greifi flaug yfir borgina. Hélt það í norður og sást skömmu seinna frá Akranesi.

Tignarleg sjón
Ægir 1. júlí 1930.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna

Þorsteinn segir að þetta séu hættulegustu einstaklingar í lífi íslenskra kvenna
Fókus
Í gær

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“

Fannst hún hafa verið „tekin í bakaríið“ á verkstæði í Reykjavík – „Hvað bjóstu við að þetta kostaði?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar

Vinsælt fjölskylduforrit kom upp um framhjáhald eiginkonunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“

Afhjúpar leyndarmálið á bak við 22 ára hjónaband – „Það er svona einfalt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“

Bubbi kemur Unu Torfa og félögum til varnar eftir útreið hjá Símoni – „Ég trúði þeim öllum og ekkert stakk mig í augun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“

Evert: „Þar sem eru svona miklir peningar er stutt í einhvers konar spillingu“