fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025

Steinaþjófar réðust á vesalings klappirnar

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. mars 2019 20:30

Sveinn Pálsson Dapur vegna danskra steinaþjófa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 1794 ritaði náttúrufræðingurinn og læknirinn Sveinn Pálsson um danska steinaþjófa. Höfðu þeir haft með sér á brott miklar gersemar úr jörðum Austurlands en steinarnir voru fluttir út til Kaupmannahafnar.

Sveinn sjálfur hafði verið að Teigarhorni við Berufjörð til þess að safna geislasteinum sem hann hafði heyrt að fyndust þar. Hann sagði:

„Er ég tók að spyrja ábúanda jarðarinnar um þessa sjaldgæfu steina, heyrði ég mér til undrunar, að hann kunni allgóð skil á allmörgum steinategundum, á sprengingum og fleira varðandi námugröft, eins og hann hefði tekið próf í námuvísindum.“

Þessi heimamaður hafði búið á jörðinni í þrjátíu ár og sagði Sveini frá þeim fjölmörgu „steinaræningjum“ sem hann hefði hitt á þessu tímabili. Einnig viðurkenndi hann að hafa aðstoðað þá við að sækja steinana og fengið meira en þrjátíu ríkisdali fyrir en það voru „hundsbætur“ að mati Sveins enda steinarnir fágætar gersemar.

Sveinn vissi um erlenda áhugamenn sem voru nærgætnir við náttúruna og spilltu henni ekki. Honum var hins vegar í nöp við „hina ágjörnu kaupmenn á næstu höfnum, meðal annarra einn, Kyhn að nafni, sem hefur getið sér mestan orðstír núlifandi manna með heimskulegri græðgi í steina. Á síðustu árum hafa líka einstakir menn í Kaupmannahöfn sent hingað skemmdarvarga. Einn slíkur, Christian að nafni, frá postulínsverksmiðjunni í Kaupmannahöfn, dvaldist hér sex vikur og réðst með púðursprengingum, járnköllum og fleira á þessar vesalings klappir hérna í nágrenninu.“

Sveinn fékk bóndann til að sýna sér vegsummerkin og fékk sorg í hjarta við að sjá hvernig svæðið var leikið eftir þjófana. Yfirgaf hann síðan fjörðinn „nauðugur og dapur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda

Microsoft segir að gervigreind sé betri en læknar við að greina flókinn heilsufarsvanda
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir

Hringdi í Hazard eftir að hafa skrifað undir
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum

Þorbjörg Sigríður vill þyngja refsingar í ofbeldismálum
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn

Segir stjórnarandstöðuna vannýtta auðlind og vill „lottóvæða“ þingmenn