fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Jólakaka Kjarvals

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 24. febrúar 2019 18:30

Tekið upp úr kössunum DV 14. maí 1985.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes S. Kjarval, einn merkasti listmálari Íslandssögunnar, lést árið 1972. Skömmu fyrir andlátið pakkaði hann stórum hluta eigna sinna niður í kassa og ánafnaði Reykjavíkurborg. Kassarnir voru 153 talsins og voru lengi geymdir í kjallara Korpúlfsstaða. Vorið 1985 voru þeir opnaðir og innvolsið rannsakað af listfræðingum. Tilefnið var mikil sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum haustið eftir.

„Ástæðan fyrir því að kassarnir hafa ekki verið opnaðir fyrr en nú er sú að við höfum hreinlega ekki vitað hvar og hvernig við ættum að koma þessu fyrir,“ sagði Ólafur Jónsson, listfræðingur á Kjarvalsstöðum. Áttu hlutirnir að verða notaðir til að gefa fólki innsýn í lífshlaup meistarans á aldarafmælinu.

Upp úr kössunum komu ýmsar skissur og uppdrættir, sem voru grunnurinn að sumum af málverkum Kjarvals. Sumt rissað á sígarettupakkningar eða servíettur og annað frá barnæsku. Einnig fundust litaspjöld, málningartúpur og penslar. Eitthvað fannst af beinum, bæði leggir og kjammar sem og steinar, skeljar, ígulker og margt fleira úr náttúrunni. Einnig lampar, skór, hattar, tóbaksklútar, skeifur, styttur, öskjur, bækur og sjúkrakassi svo eitthvað sé tiltekið.

Kjarval var þekktur fyrir að fleygja ekki nokkrum hlut. En vitað var að þegar hann var að pakka ofan í kassana á níræðisaldri þurfti að henda einhverju af mat og fatnaði. Sumt sem var í kössunum hafði verið óhreyft í áratugi. Eitthvað af mat slapp í gegn, til að mynda jólakaka, sem var orðin nánast steinrunnin, og saltfiskur.

Í kössunum fannst til að mynda töluvert af miðum af ýmsum toga. Bíómiðum, rútumiðum, þvottahúskvittunum og reikningum. Inni á milli fannst tjaldbúðamiði frá Alþingishátíðinni árið 1930. Einnig ógrynni af sendibréfum. Voru þetta einstakar heimildir um daglegt líf hans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“

Hafði gaman af því að Haaland hefði stolið fagninu hans um helgina – „Ég gekk svo þeir gætu hlaupið“
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“

Gunnar Smári rifjar upp kvöldið á Kringlukránni þar sem allt breyttist – „Ég ætla að fara heim, ég get þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“