fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024

100 leiðir til að nota WD-40

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 4. nóvember 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undraefnið WD-40 smyr alla hluti, kemur í veg fyrir ryðmyndun og tæringu og þrífur bókstaflega allt milli himins og jarðar. Sumir nota efnið meira að segja gegn liðagigt en aðrir láta nægja að nota það sem hreinsiefni fyrir bílinn eða heimilið. Hér eru taldar upp 100 aðstæður þar sem WD-40 getur komið að gagni. Ekki er tekin ábyrgð á því að efnið virki við þær allar eins og til er ætlast.

1. Kemur í veg fyrir að það falli á silfur.

2. Leysir upp tjöru og óhreinindi af yfirborði bílsins.

3. Hreinsar og smyr gítarstrengi.

4. Hreinsar golfkylfur. Hvort sem þú ert atvinnumaður eða frístundagolfari þá geturðu þrifið kylfurnar með WD-40 eftir notkun. Efnið nær af föstum óhreinindum.

5. Heldur flugum frá nautgripum og öðrum skepnum.

6. Hreinsar salt sem skór hafa drukkið í sig. Úðið á skónna og þurrkið með hreinum klút.

7. Fjarlægir bletti á fötum eftir varalit eða farða.

8. Losar um stífa rennilása

9. Gott til að þrífa ísskápinn. Þegar sápuvatn nægir ekki til að þrífa fastar matarleyfar úr ísskápnum leysir undraefnið WD-40 málið. Gættu þess að ekkert efnið sé eftir áður en matvæli eru sett aftur í ísskápinn.

10. Leysir upp bletti og sót af grillgrind.

11. Kemur í veg fyrir að ílát úr leir, til dæmis blómapottar, tærist.

12. Hreinsar tómatsósubletti úr fatnaði.

13. Fjarlægir hrúðukarla af bátum. Bátar sem hafa legið lengi í sjó geta safnað hrúðukörlum eða öðrum lífverum. WD-40 nær þeim af. Úðið duglega og skafið efnið svo af.

14. Kemur í veg fyrir dropamyndun á gleri, til dæmis í sturtunni.

15. Gott til að smyrja hjarir á hurðum þannig að allt ískur heyri sögunni til, hvort sem er í bílum eða á heimilum.

16. Leysir upp svarta bletti á eldhúsgólfum eða annars staðar; bletti sem verða til í kjölfar þess að sykraðir drykkir hellast niður.

17. Leysir upp klesst skordýr af stuðara, lakki eða rúðum.

18. Gerir rennibrautir á leikvöllum svo sleipar að börnin renna helmingi hraðar og skemmta sér betur.

19. gott að úða inn í kertastjaka svo auðveldara verði að ná kertinu úr síðar, án þess að botninn molni.

20. Kemur í veg fyrir íssöfnun undir hófum. Hestamenn þekkja að þegar þeir ríða út í miklum kulda og snjó getur klaki safnast undir hófa hestsins. Það getur verið mjög sársaukafullt fyrir hestinn. WD-40 kemur í veg fyrir að það gerist.

21. Smyr og hreinsar gírstöng og eyðir ískri sem getur komið ef smurningu vantar.

22. Gerir fólki auðveldara að opna glugga sem eru stífir.

23. Gerir það auðveldara að spenna og loka regnhlíf.

24. Þrífur mælaborð í bílum auðveldlega.

25. Smyr viftur og eyðir óhljóðum.

26. Smyr reimar í þvottavélum, bílum, þurrkurum og öðrum mótorknúnum tækjum.

27. Kemur í veg fyrir ryðmyndun á sagarblöðum, byssum og öðrum verkfærum.

28. Leysir upp slettur og matarleyfar af eldavélum.

29. Heldur dúfum og öðrum fuglum í burtu, til dæmis af svölum eða þakskeggjum. Fuglar hata lyktina.

30. Fjarlægir allar leyfar eftir límband.

31. Sumir spreyja efninu á hendur, hné til að draga úr verkjum vegna liðagigtar. Leitið þó fyrst til læknis í slæmum tilfellum.

32. Losar um tjaldstangir sem ekki nást í sundur.

33. Hænir fisk að beitu. Reyndar er víða bannað að nota efnið við veiðar þar sem það er talið geta skaðað lífríki vatnsins, í miklu magni.

34. Eyðir sviða eða kláða eftir skordýrabit

35. Fjarlægir vatnsliti á undraverðan hátt af veggjum.

36. Ef byssan hefur lent í raka og safnað ryði getur WD-40 auðveldlega eytt því svo byssan verður sem ný.

37. Leysir upp brunabletti í pottum eða í bakarofninum.

38. Er tilvalið sem blettahreinsir þegar þvo á þvott. Spreyið efninu á blettinn áður en þvotturinn er settur í vélina.

39. Leysir upp kísil, til dæmis í vaski eða sturtum.

40. Gerir nýja leðurskó eða -stígvél mjúka og glansandi. Berið vel á skóna með mjúkum klút.

41. Gerir gamla skó úr leðri mjúka á nýjan leik og lengir líftíma þeirra.

42. Eyðir pirrandi nuddhljóði þegar gúmmísóli af slitnum skóm nuddast við gólfið. Spreyið vel á sólann og þerrið.

43. Kemur í veg fyrir að snjór festist á skóflum.

44. Kemur í veg fyrir að glös, sem föst eru saman, brotni við átökin við að ná þeim í sundur. Þau losna strax. Þvoið glösin vel fyrir notkun.

45. Gerir meira að segja smábörnum kleift að ná í sundur föstum legókubbum.

46. Fægir skeljar.

47. Fjarlægir lím. Ef lím sullast á hendur má nota efnið til að þvo það af áður en það harðnar.

48. Losar um hring sem er fastur á fingri. Þvoð hendurnar á eftir.

49. Drepur skordýr. Spreyið WD-40 á köngulær eða önnur skordýr á heimilinu. Þau drepast strax.

50. Losar um skrúfur eða bolta sem sitja fastir.

51. Kemur í veg fyrir að bílhurðir frjósi fastar.

52. Virkar sem skordýravörn. Spreyið efninu á gluggasillur og -karma, fals á útidyrum og alla innganga.

53. Hindrar að flísar brotni úr viðaráhöldum og stingist í hendur.

54. Kemur í veg fyrir ískur í hægindastólum.

55. Flýtir fyrir innkaupum. Ef innkaupakerran í Bónus er til leiðinda má spreyja WD-40 á hjólin. Þannig má verlsa hraðar.

56. Leysir upp blek af höndum.

57. Smyr leikfangabíla sem þeir renna betur.

58. Fjarlægir tyggigúmmí úr hári. Gætið þess að efnið berist alls ekki í augu eða vit barna/fullorðinna. Einangrið vel hárið sem á að spreyja.

59. Þrífur leikföng sem börn hafa litað á.

60. Smyr legur og hjól á reiðhjólum, þannig að þau virka betur og auðveldara verður að hjóla.

61. Getur leyst upp tjöru og aukið veggrip dekkja.

62. Hreinsar hátalara. Ef hátalarar eru drullugir eða rykfallnir má þrífa þá með WD-40. Bleytið bómull og strjúkið varlega. Hljóðið úr þeim verður skýrara.

63. Losar um liðamót á leikfangadúkkum.

64. Smyr gerviútlimi sem hafa festst eða eru stífir.

65. Veitir möttum hlutum gljáa, sem getur til dæmis nýst í myndatökum.

66. Smyr garðhlið svo ekki ískri.

67. Þrífur skítugar hendur, til dæmis eftir bílaviðgerðir eða önnur óþrifaleg verk. Tjara, olíur og annað víkur fyrir WD-40.

68. Leysir upp gúmmí eftir spariskó eða línuskauta.

69. Losar um fasta hengilása.

70. Losar límmiða. Þú þarft ekki rakvélablað eða meitil til að ná límmiðum af húsgögnum eða ílátum. Spreyjaðu WD-40 á límmiðann. Hann má strjúka af eftir um hálfa mínútu.

71. Hreinsar umgjörð á gleraugum.

72. Losar um leyfar af vaxi eftir fótleggjameðferð.

73. Kemur í veg fyrir að keðjur ryðgi.

74. Nær te- eða kaffiblettum af borðum eða bekkjum. Notið svamp eða tusku til að nudda blettina burt.

75. Hreinsar gamlar myntir.

76. Þrífur nótur á píanó. Þær vilja safna húðfitu og öðrum óhreinindum ef mikið er spilað.

77. Veitir gömlum skóm gljáa.

78. Hreinsar klósettskálina. Þú þarft ekki sérstakan klósetthreinsi til að þrífa klósettið, WD-40 virkar alltaf jafn vel.

79. Smyr skúffur þannig að auðveldara er að opna þeim og loka.

80. Fjarlægir sót úr kertastjökum.

81. Leysir upp ryð af startara þannig að hann endist lengur.

82. Felur rispur á hlutum úr keramik eða marmara.

83. Verður til þess að drulla sest síður á gönguskó, þegar gengið er á fjöll.

84. Virkar sem regnstakkur fyrir skónna. Með því að spreyja efninu á skónna blotna þeir ekki og riðja frá sér snjó.

85. Smyr fótstigin orgel, svo það ískri ekki í þeim.

86. Þrífur krítartöflur svo þær verða sem nýjar.

87. Nær vaxti af skíðum eða snjóbrettum. Vax er stundum notað til að fylla upp í rispur til að fá betra rennsli. Spreyið á skíðin og skafið svo af.

88. Leysir upp málningarslettur.

89. Kemur í veg fyrir að snúningstappi á límstifti festist.

90. Losar um hnífsblað á vasahníf sem situr fast.

91. Hreinsar rúðuþurrkublöð.

92. Verndar báti frá því að tærast eða ryðga. Spreyið á skut bátsins eftir notkun, það mun spara þér mikinn pening þegar fram í sækir, þar sem báturinn endist lengur.

93. Heldur skærum mjúkum og þægilegum í notkun.

94. Gerir naglaklippur þjálli í notkun.

95. Heldur garðverkfærum rústfríum.

96. Kemur í veg fyrir að reiðhjóladekk fyllist af snjó, þegar hjólað er að vetri til.

97. Losnar hnúta. Ef girnið reynist flækt þegar þú ætlar að nota það við veiðar er gott að hafa WD-40 við höndina. Spreyið á hnútana og notið svo nál til að ná þeim í sundur.

98. Nær burt verðmiðum af skóm.

99. Nær bleki úr gallabuxum.

100. Greiðir úr flóka á faxi hesta eða hárum á öðrum dýrum. Spreyið á faxið og greiðið, þá þurfið þið ekki að klippa neitt í burtu. Gætið þess að einangra svæðið sem þið ætlið að spreyja svo dýrið fái það ekki í vit sín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Leverkusen þýskur meistari eftir stórsigur

Leverkusen þýskur meistari eftir stórsigur
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við

„Geimhöfuðverkur“ er vandamál sem geimfarar glíma við
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans

Ísraelar beðnir um að sýna stillingu eftir flugskeytaárás Írans
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Eftirsóttur en virðist staðfesta það að hann sé ekki á förum

Eftirsóttur en virðist staðfesta það að hann sé ekki á förum
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“

Leikmaður Manchester United viðurkennir vandræði – ,,Þetta hefur verið eitt af okkar áhyggjuefnum“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Halldór virðist staðfesta brottför Eyþórs – ,,Hann er sennilega að fara“

Halldór virðist staðfesta brottför Eyþórs – ,,Hann er sennilega að fara“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana

Fjölskylda Bondi-morðingjans sendir stuðningskveðju til lögreglukonunnar sem skaut son þeirra til bana
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Afbrotafræðingur tjáir sig um mál Jóns Sverris – „Við verðum að fylgjast með börnunum okkar og hverja þau umgangast“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.