fbpx
Mánudagur 28.september 2020

Stjörnuspá vikunnar – Ekkert spennandi gerist án smá áhættu

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 14. ágúst 2020 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er hún komin, brakandi fersk stjörnuspá fyrir vikuna. Hvað segja stjörnurnar um næstu viku ?

Vikan 14. ágúst – 20. ágúst

Hrútur 

21.03. – 19.04.

stjornuspa

Ævintýrasækinn leiðtogi: Stundum er best að vera sammála um að vera ósammála. Ólíkar skoðanir koma upp á yfirborðið sem þarf vissulega að ræða en niðurstaðan verður ekki endilega eftir þínu höfði. Hristu það af þér og haltu áfram að vera frábæra/i þú!

Naut

20.04. – 20.05.

stjornuspa

Ákveðinn rólyndispési: Stjörnurnar styðja þig í því að taka áhættu. Það eru jafn miklar líkur á að þú munir sigra í þessu máli og að þú gerir það ekki. Þú verður allavega reynslunni ríkari við að stökkva á tækifærið og prófa þig áfram. Ekkert spennandi gerist án smá áhættu.

Tvíburar

21.05. – 21.06.

stjornuspa

Sniðugur listamaður: Þú getur ekki gert upp hug þinn varðandi ákveðið mál. Þú átt svo sem jafn erfitt með að ákveða hvað verður í kvöldmatinn. Stjörnurnar segja þér að ofhugsa ekki. Gefðu þér ró til að hlusta á innsæið, þar liggur svarið!

Krabbi

22.06. – 22.07.

stjornuspa

Ástríkur verndarengill: Fleira en eitt atvinnutækifæri kemur til þín í vikunni og nú er valið þitt. Gefðu þér góðan tíma í að velja hvað starf muni veita þér bestu lífsgæðin því lífið er of stutt fyrir stress. Einnig er tækifæri til að gera kröfur, kortin eru þér hliðholl.

Ljón

23.07-22.07.

stjornuspa

Tryggur bjartsýnismoli: Til hamingju með afmælismánuðinn þinn, kæra ljón. Í afmælisgjöf mun alheimurinn losa þig við einn slæman ávana. Þú ert einnig hvatt til þess að vera hvatvísari þegar kemur að því að velja þér starf. Við finnum að þú þarft á breytingu að halda.

Meyja

23.08. – 22.09.

stjornuspa

Duglegur snyrtipinni: Láttu það vaða! Segðu það sem þú þarft að segja svo þú getir svo haldið áfram þinn veg. Það verður mikill léttir að fá að opna þig um ákveðið málefni sem hefur verið að ergja þig og safnast upp síðustu vikurnar.

Vog

23.09. – 22.10.

stjornuspa

Sjálfstæður fagurkeri: Þitt innra eðli kallar hátt á þig. Þú þarft meira jafnvægi í lífið og gerir þær ráðstafanir sem þú þarft til að ná því á strik. Rútína og góður „to do“ listi mun róa hug þinn

Sporðdreki

23.10. – 21.11.

stjornuspa

Orkudrifið gáfnaljós: Þú gefur öðrum svo mikla ást en nú máttu snúa þeirri ást að þér. Nýttu vikuna í sjálfsást og lækkaðu í sjálfsgagnrýnni röddinni sem er að taka yfir í hausnum á þér. Þú myndir aldrei segja það sama um aðra í sömu aðstæðum. Ekki vera þinn eigin óvinur.

Bogmaður

22.11. – 21.12.

stjornuspa

Gjafmildur dugnaðarforkur: Anda inn, anda út… Já, þú gerir þér fulla grein fyrir því að lífið er að kenna þér eitthvað. Þú ert til í þessa áskorun og ert óvenju bjartsýn/n miðað við aðstæður. Hlutirnir gætu verið verri er móttó vikunnar. Áfram þú!

Steingeit

22.12. – 19.01.

stjornuspa

Metnaðarfullur húmoristi: Þú þarft smá hugrekki til þess að vera fullkomlega og ófullkomlega þú. Þessa vikuna þarft þú aðeins meira pláss og það er allt í lagi! Sýndu á þér allar hliðar og hleyptu þessum tilfinningum í gegn, við elskum þig eins og þú ert!

 Vatnsberi

20.01. – 18.02.

stjornuspa

Heimspekilegt ljóðskáld: Óvenju mikið stress hefur verið að hrjá þig og þú veist ekki alveg hvaðan það kemur, bara einhver óróleiki. Góð leið til að hrista það af þér er matarboð með þínum nánustu. Dustaðu rykið af matreiðslubókinni og hringdu í vin!

Fiskur

19.02. – 20.03.

stjornuspa

Óeigingjarnt sköpunarverk: Það les enginn hugsanir, elsku Fiskur. Þú verður að vera aðeins skýrari og nákvæmari um hvað þú þarft frá þínum nánustu. Þýðir ekkert að verða bara fúll á móti út af getuleysi okkar í hugsanalestri. Æfðu raddböndin með söng!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Skuldlausir Skagamenn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Nær Thiago að tjasla sér saman?
Fókus
Fyrir 4 klukkutímum

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð

Vera Sif tók bústaðinn í gegn – Ótrúlegustu „fyrir og eftir“ myndir sem við höfum séð
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Margrét Gnarr ætlar að snúa aftur í fitness eftir barnsburð: „Ég vil sýna heilbrigðara útlit á sviðinu“

Margrét Gnarr ætlar að snúa aftur í fitness eftir barnsburð: „Ég vil sýna heilbrigðara útlit á sviðinu“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina

Guðjón Þórðarson þurfti að leggjast inn á sjúkrahús um helgina
Fyrir 9 klukkutímum

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel

Veiðarnar á hreindýrum gengu vel
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Byrjað að færa leiki inn – Fjölnir fer í Egilshöll

Byrjað að færa leiki inn – Fjölnir fer í Egilshöll
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

United skoðar það að fá Kante – Leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho

United skoðar það að fá Kante – Leggja fram sitt síðasta tilboð í Sancho
Eyjan
Fyrir 10 klukkutímum

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

„Lítil sem engin innistæða fyrir 45 milljarða króna launahækkun“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.