fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Hótaði sjálfsskaða og vildi skera kynfærin undan Musk – „Leggðu frá þér hnífinn. Leggðu frá þér fjandans hnífinn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 10. júlí 2020 15:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú stendur yfir málflutningur í máli leikarans Johnny Depp gegn fjölmiðlinum The Sun vegna meiðyrða, en miðillinn sló því upp sem staðreynd að Depp væri ofbeldismaður og að hann hefði beitt fyrrum eiginkonu sína, leikkonuna Amber Heard, heimilisofbeldi. Liður í málflutningnum er að leiða það í ljós hvort að fullyrðingar miðilsins eigi við rök að styðjast og því er bæði verið að taka skýrslur af Heard sem og Depp sjálfum.

Málið hefur vakið mikla athygli fjölmiðla um allan heim og ganga ásakanirnar á víxl á milli hjónanna fyrrverandi um ofbeldi, líkamlegt sem andlegt, og aðra óafsakanlega hegðun.

Gert er ráð fyrir að málflutningur taki um þrjár vikur. Fyrir dómi í dag var spiluð hljóðupptaka fyrir dómi. Gæðin á henni eru ekki mikil og ekki alveg ljóst hvar hjónin voru stödd þegar umrætt atvik átti sér stað. Heard segir að Johnny hafi tekið sér stöðu fyrir framan hana með hníf í hendi og hótað sjálfsskaða. Atvikið er sagt hafa átt sér stað rétt áður en hjónin slitu samvistum.

Skerðu mig

Á upptökunni má heyra Johnny segja Heard : „Þú vilt skera mig. Skerðu mig hvar sem þér sýnist. Viltu skera mig einhvers staðar? Skera hendina, bringuna? Hvar viltu byrja? Skerðu mig“

Heard heyrist svo svara „Ekki skera þig. Gerðu það ekki skera þig. Af hverju myndir þú gera það? Gerðu það, ekki!.“

Depp: „Það er auðveld. Ég verð að gera það sem ég vil“

Heard biður hann ítrekað að skaða ekki sjálfan sig. En þá segir Depp „Ef þú gerir það ekki þá geri ég það. Skerðu mig.“

Síðar í hljóðbrotinu bætir hann við „Viltu að ég skeri ÞIG. Þetta mun enda fyrir dómi.“

Heard svarar: „Leggðu frá þér hnífinn. Leggðu frá þér fjandans hnífinn. Ekki. Ekki gera þetta. Ekki gera þetta Johnny. Gerðu það, þú átt eftir að skaða þig.“

Depp segir þá við hana: „Ég vil horfa á þig. Ég vil horfa á þig. Það er hægt að láta sársaukann hverfa.

Hljóðupptakan endar á því að Heard svarar: „Þetta lætur hann ekki hverfa.“

Hótaði að skera undan Elon Musk

Fyrr í dag voru skilaboð lesin upp fyrir dóm, sem Depp sendi Heard eftir að honum hóf að gruna að hún hefði verið honum ótrú með auðkýfingnum Elon Musk. Í skilaboðunum hótar Depp því að skera undan Musk. Musk og Heard áttu í eins árs ástarsambandi eftir að hjónabandi hennar við Depp var lokið, en Musk hefur neitað því að nokkuð hafi átt sér stað milli hans og Heard á meðan hún var enn gift Depp.

„Við skulum sjá hvort að Mollusk [Musk] hafi hreðjar og hvort hann sé tilbúinn að hitta mig augliti til auglits. Ég skal sýna honum hluti sem hann hefur aldrei séð áður eins og getnaðarlim hans og röngunni eftir að ég sker hann af,“ segir í skilaboðunum.

Sakar Heard um að hafa kúkað í rúmið

Depp ásakar hins vegar Heard um að hafa kúkað í rúmið þeirra eftir að hann mætti of seint í þrítugsafmælið hennar. Segir hann að það geti ekki verið að þetta hafi verið eftir annan hundinn þeirra, þar sem kúkurinn hafi verið of stór til að annað kæmi til greina en að hann kæmi úr manneskju. Aðeins Heard eða einhver vina hennar gætu hafa skilið eftir þessar hægðir á rúminu. Hann hafi í kjölfar þessa atviks séð að hjónaband þeirra væri á enda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi

Jóhann Berg staðfestur hjá nýju félagi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“

Dagný Brynjars: ,,Forsetinn að koma í heimsókn svo pössum að fara snemma að sofa“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“

Ingibjörg eftir tapið: ,,Auðvelt að segja að þetta sé venjulegt“
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“

Afar slæm tíðindi fyrir Ísland – „Var sem sagt bara verið að gaslýsa heila þjóð“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.