fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún hætti með ríka kærastanum sem sagði alltaf já

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 25. júní 2020 09:07

Jana Hocking. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlakonan Jana Hocking afhjúpar ástæðuna fyrir því að hún hætti með ríka kærastanum sem sumir myndi kalla „fullkominn.“

Hún segir að það sé oft talað um ríka karlmenn sem vilja halda sig við eina konu og eignast fjölskyldu vera „einhyrninga“. Hún var í sambandi með einum slíkum en segir að hann hafi ekki allur verið þar sem hann var séður.

„Hann átti fallegt hús á réttum stað í bænum og fallegan svartan Range Rover. Hann var mjög opinn fyrir því að stofna fjölskyldu og hann var einhver sem ég hefði aldrei þurft að hafa áhyggjur af. Ég held að svona menn séu kallaðir „einhyrningar“, því þeir eru of góðir til að vera sannir. Vinkonur mínar sögðu mig vera svo heppna. Þær sögðu að ég hafði loksins unnið í lottóinu og ég ætti að vera skotin. En það var bara eitt vandamál. Ég var það ekki,“ segir Jana í pistli á News.au.

Hún segir að hann hafi verið of „viðkunnanlegur“ og „samþykkur“ öllu sem hún sagði. Ef hún vildi ræða um eitthvað málefni og eiga góðar rökræður þá varð ekkert úr því, þar sem hann samþykkti allt sem hún sagði.

„Hann leyfði mér að komast upp með hvað sem er […] Ég valdi veitingastaðina. Ég valdi málefnin sem við töluðum um og ég valdi hvert við fórum í frí.“

https://www.instagram.com/p/B_uIY3Gg8a0/

Jana segir að hún hafi ekki verið góð kærasta. Hún var sífellt að athuga hvað hún gæti komist upp með.

„Ég gerði það ekki viljandi, ég held að undirmeðvitundin mín var að athuga hvort hann væri einhver sem ég gæti stjórnað. Enginn vill einhvern svoleiðis. Ég kom seint heim og sagði honum ekki hvar ég hafði verið, ég beilaði á honum á síðustu stundu. Ég veit, ég veit. Ég var hræðileg.“

Einn morguninn áttaði hún sig á því að hann var ekki maðurinn fyrir hana.

„En með því að hætta með honum var ég ekki bara að losa mig við kærasta, heldur var ég að fórna mjög þægilegu lífi. Ég gæti ekki lengur farið í frí án þess að lenda í skuld, ég myndi flytja úr fallega húsinu í litlu íbúðina mína og svo framvegis,“ segir Jana.

Sér ekki eftir neinu

Jana er mjög ánægð með ákvörðun sína í dag. Hún segir að maðurinn hafi fundið sér kærustu sem elskar alla þessa eiginleika við hann.

„Hann var í alvöru einhyrningur, bara ekki minn einhyrningur,“ segir hún.

Jana hefur síðan þá farið á frábær stefnumót með körlum sem hún segir „hafa hemil“ á henni og rökræða við hana um ýmis málefni.

„Að finna framtíðarmaka er erfitt en ég vil finna þann rétta,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?

Hver er dularfulla konan sem gerði allt vitlaust á Met Gala?
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stjórar sem United skoðar hafa áhyggjur af reiðum gömlum leikmönnum

Stjórar sem United skoðar hafa áhyggjur af reiðum gömlum leikmönnum
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit

Um 25 þúsund gestir heimsóttu Verk og vit
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady

Gisele Bündchen fyrir „miklum vonbrigðum“ með nýjasta útspil Tom Brady
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health

Linda verður aðstoðarforstjóri og fjármálastjóri Sidekick Health
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Sjáðu viðbrögð Mbappe í gær – Allt annað en skemmt yfir þessari spurningu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.