fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024

Binni Glee fór á ketó í þrjá mánuði og missti 20 kíló: „Ég er ennþá í sjokki“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 6. janúar 2020 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Steinn, eða Binni Glee eins og hann er betur þekktur, hefur náð ótrúlegum árangri á ketó mataræðinu. Binni Glee skaust upp á stjörnuhimininn á Snapchat árið 2016. Síðan þá hefur hann notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum. Hann hætti á Snapchat í fyrra en er byrjaður aftur á miðlinum vegna fjölda fyrirspurna um að deila árangri sínum með fylgjendum.

Binni byrjaði á ketó 23. september 2019. Hann fylgdi mataræðinu í þrjá mánuði, til 23. desember. Á þeim tíma missti hann 20 kíló og segist aldrei hafa búist við þessum ótrúlega árangri.

DV ræddi við Binna um hans upplifun og árangur á ketó, en hann segist vera hvergi nær hættur og ætlar að halda áfram.

Alltaf verið þungur

„Ég hef alltaf verið ótrúlega þungur og stór allt mitt líf. Ég til dæmis eyddi miklum tíma hjá næringarfræðingi þegar ég var yngri vegna þyngdar minnar. Mér fannst ég hafa prófað allt til að létt mig en fannst ekkert virka og endaði alltaf með að gefast upp. Ég er líka mjög óþolinmóð manneskja þannig ef eitthvað gerðist hægt þá var erfiðara fyrir mig að fylgja því,“ segir Binni.

„Frá 2015 hafði ég þyngst um 50 kíló og hafði aldrei verið eins þungur og þegar ég byrjaði á ketó.“

T.v.: Aðfangadagur 2018.
T.h.: Aðfangadagur 2019

Af hverju ketó?

Aðspurður af hverju hann hafi valið ketó segir Binni aukna umræðu um mataræðið ástæðuna. „Ég sá svo mikið um þetta á netinu og það voru allir að tala um ketó. Ég byrjaði að fræða mig meira um mataræðið og sá að fólk var að ná svo góðum árangri. Ég vildi prófa og sjá hvort þetta myndi henta mér,“ segir hann.

„Ég hafði verið inni í Facebook-hópnum Keto Iceland síðan 2018 og hafði því mikinn tíma til að fræða mig um mataræðið áður en ég byrjaði.“

Erfitt að brjóta venjur

Binni segir að það erfiðasta við að byrja á ketó var að brjóta gamlar venjur.

„Það sem mér fannst erfiðast var að geta ekki fengið mér það sem ég var alltaf vanur að fá mér að borða,“ segir hann.

„Eins og hrísgrjón, ég hef allt mitt líf borðað það með máltíðum og það var svo erfitt að hætta því. Ég fékk oft löngun í eitthvað óhollt og það var mjög erfitt, en ég þurfti bara að vera strangur við sjálfan mig því ég er að gera þetta fyrir mig.“

Aukin vellíðan

Það sem fylgdi mataræðinu fyrir Binna var aukin vellíðan og segir hann sína upplifun af ketó mjög jákvæða.

„Mér leið miklu betur í líkamanum. Ég svaf betur og var ekki eins þreyttur á daginn. Ég borðaði minna því ég var ekki eins svangur og ég vissi alltaf hvenær ég væri saddur, sem er gott því þá borðaði ég ekki yfir mig eins og ég var vanur að gera.“

Eins og fyrr segir var Binni á ketó í þrjá mánuði og missti 20 kíló.

„Ég hafði aldrei búist við að missa svona mikið og er ennþá í sjokki yfir því. Sum föt eru líka of stór á mig sem mér finnst svo skrýtið. Mér líður líka mikið betur andlega þar sem ég var mjög þunglyndur yfir hversu þungur ég var orðinn,“ segir Binni.

„Mér líður ótrúlega vel í dag og er mikið öruggari með sjálfan mig.“

Binni Glee skaust upp á stjörnuhimininn á Snapchat 2016

Ekki hættur

Binni segist ætla að halda áfram á ketó. „Ég er ekki búinn, það er nóg eftir. Ég tók vikupásu um jólin og byrjaði aftur 1. janúar á ketó. Ég er núna á sjötta degi og það gengur ótrúlega vel. Ég er strax búinn að missa tvö kíló. Ég ætla allavega að reyna að ná sex mánuðum á ketó með engum pásum,“ segir hann.

Hvaða ráð gefurðu þeim sem vilja byrja á ketó?

„Ég myndi fræða þig vel um þetta áður en þú byrjar. Ég tók alveg góðan tíma í það og svo var þetta ekkert mál,“ segir Binni.

„Ef þú átt líka erfitt með að hætta að borða eitthvað ákveðið þá myndi ég taka það út einn daginn og venjast því að borða það ekki, svo það verður léttara að byrja á ketó. Ég hætti að borða nammi og drekka gos þremur vikum áður en ég byrjaði á ketó. Mér fannst það hjálpa mjög mikið þar sem ég elskaði nammi og gos.“

Fylgstu með Binna

Það er hægt að fylgjast með Binna Glee á Instagram og Snapchat. Hann er byrjaður aftur á Snapchat eftir að hafa hætt á miðlinum í fyrra.

„Ég deildi árangursmynd á Instagram í Story og fékk í kjölfarið fjölda fyrirspurna um að sýna frá ferlinu. Þannig ég ákvað að byrja á Snapchat aftur í janúar. Það eru yfir 19 þúsund manns að fylgjast með mér á Snapchat og fólk hefur verið að taka vel í þetta. Ég er einnig á Instagram og mun deila einhverju þar.“

Binni Glee er á báðum samfélagsmiðlum undir @binniglee.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“

Segir ráðamönnum að skammast sín – „Hversu aumt getur sálartetur þessa ofurlaunafólks verið?“
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni

Varpa fram kenningu um hvarf Émile sem gæti kollvarpað rannsókninni
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið

Hrútur varð hjónum að bana – Nágrönnum mjög brugðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Hartman í Val
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu

Travis Barker gagnrýndur fyrir að birta mynd af Kourtney á klósettinu
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.