fbpx
Mánudagur 16.september 2024

Hún breytti aðeins einum hlut og þetta gerðist

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

YouTube-stjarnan Liezl Jayne Strydom var mjög veik í fyrra og þyngdist um 4,5 kíló. „Ég passaði ekki í nein föt og mér fannst ég mjög óheilbrigð. Ég var þunglynd því ég var svo veik og kvíðinn var búinn að taka öll völd. Mér fannst eins og ég væri í mjög slæmu formi, líkamlega og andlega.“

Hún opnar sig um þetta í nýju YouTube-myndbandi.

„Það eru komnir 18 mánuðir síðan að ég varð svona veik og ég hef verið að prófa alls konar nýja hluti til að verða heilbrigð aftur og létta mig. Ég missti rúm tvö kíló, sem var frábært. En ég var að glíma við mikinn kvíða og þunglyndi og fyrir mánuði síðan fékk ég taugaáfall,“

Hún segir að taugaáfallið hafi verið samansafn af öllu því sem hafði gerst tvö árin á undan.

„Ég áttaði mig á því að ég hafði tapað eldmóðnum og sjálfstrausti mínu. Síðan heyrði ég eitt, sem bókstaflega breytti öllu fyrir mig,“ segir hún.

„Ég byrjaði að tileinka mér það og skyndilega passaði ég í fötin mín aftur, án þess að hafa reynt það.“

Loforð og markmið

Liezl segist hafa heyrt um frumkvöðullinn og milljarðamæringinn Ed Mylett. Hún hlustaði á viðtal með honum og hann sagði eitt sem virkilega hafði áhrif á hana.

„Hann sagði að þú getur ekki náð markmiði, jafnvel jafn einföldu markmiði og að létta þig, eða komast í betra form, eða verða heilbrigðari, þegar þú treystir ekki sjálfum þér, eða efast um sjálfan þig. Þú nærð ekki markmiði, ef þú trúir ekki að þú getir það,“ segir hún.

„Hann segir að þú þurfir að byggja upp traust til sjálfs þíns svo þú getir byggt upp sjálfstraustið þitt, svo þú getur náð markmiðum. Í grunninn, það sem hann er að segja, er að þú verður að standa við loforð þín til þín, til að geta treyst sjálfri þér.“

Liezl tekur dæmi.

„Þannig segjum að ég hef sett mér það markmið að verða heilbrigðari og koma mér í form. Ég segist ætla að mæta í ræktina fimm sinnum í viku og fylgja hollu matarplani. En síðan fylgi ég því ekki og mæti bara þrisvar í ræktina. Þannig þegar ég ætla að reyna að gera þetta aftur í komandi viku, þá treysti ég mér sjálfri ekki því ég hef ekki efnt loforð mín við mig. Þannig þegar þú endurtekur alltaf sama leikinn, þá treystirðu þér minna og minna.“

Samkvæmt Ed Mylett á að byrja á því að standa við loforð tengdum líkamlegu formi til að byggja upp sjálfstraust, og þegar það er komið þá áttu að geta farið út í heiminn og náð stærri markmiðum.

„Það sem ég gerði var að búa til æfingaplan fyrir vikuna og ég fylgdi því. Ég var líka með matarplan sem ég fylgdi. Ég hafði ákveðinn tíma til að vakna og fara að sofa, og ég fylgdi því líka,“ segir hún. Hún var líka með fyrirfram ákveðinn vinnutíma sem hún fylgdi. Ef hún var búin að skipuleggja það, þá fylgdi hún því. Eins einfalt og að búa um rúmið á morgnanna.

„Það sorglega er að við stöndum við loforð sem við gefum öðrum, en ekki þau loforð sem við gefum okkur sjálfum.“

En hvað gerðist?

„Ég passa aftur í fötin mín, ég léttist um nokkur kíló. En ég var ekki að hugsa um það. Ég var að hugsa um að standa við loforð mín. Þannig ég passaði að mæta í ræktina á hverjum degi, þó mig langaði ekki til þess. Ég passaði líka að fylgja matarplani mínu […] Ef ég ákvað að vinna í bókinni, sem ég er að skrifa, alla vikuna, þá gerði ég það.“

Eins einfalt og þetta hljómar þá snýst þetta um að standa við þau loforð sem þú gefur sjálfri þér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Fimm ára með fimm milljónir fylgjenda á Instagram – Herja nú á annan markað

Fimm ára með fimm milljónir fylgjenda á Instagram – Herja nú á annan markað
Fókus
Fyrir 2 klukkutímum

Hart tekist á um ákvörðun RÚV og fast skotið fram og til baka – „Ég er hvorki einfaldur né tregur“

Hart tekist á um ákvörðun RÚV og fast skotið fram og til baka – „Ég er hvorki einfaldur né tregur“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Telur eiginkonu sína hafa notað sig og stefnir henni til lögskilnaðar – Komst að framhjáhaldi skömmu eftir giftinguna

Telur eiginkonu sína hafa notað sig og stefnir henni til lögskilnaðar – Komst að framhjáhaldi skömmu eftir giftinguna
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Lögreglumenn á Tenerife handteknir fyrir fjárdrátt og fjársvik gegn ferðamönnum

Lögreglumenn á Tenerife handteknir fyrir fjárdrátt og fjársvik gegn ferðamönnum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Telja sig vita ástæðuna fyrir skilnaðinum – Sást á skemmtistað í nánum samskiptum við þekktan djammara

Telja sig vita ástæðuna fyrir skilnaðinum – Sást á skemmtistað í nánum samskiptum við þekktan djammara
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Manndráp á Krýsuvíkursvæðinu

Manndráp á Krýsuvíkursvæðinu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Var Damir að leika sér að fara í bann í gær? – „Það virtust allir vita þetta“

Var Damir að leika sér að fara í bann í gær? – „Það virtust allir vita þetta“
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Undirheimamartröð á Íslandi – „Ég lenti í að vera pyntaður, stunginn nokkrum sinnum, báðar ristar brotnar og ýmislegt fleira en náði að flýja“

Undirheimamartröð á Íslandi – „Ég lenti í að vera pyntaður, stunginn nokkrum sinnum, báðar ristar brotnar og ýmislegt fleira en náði að flýja“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.