fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024

Lesið í tarotspilin fyrir Texas-Magga: „Hann þarf að temja sér það hugarfar að taka ekkert persónulega“

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 13. júlí 2019 16:00

Texas-Maggi opnar nýjan stað.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn Magnús Ingi Magnússon, eða Texas-Maggi eins og hann er oftast kallaður, komst í fréttir í vikunni vegna nýs veitingastaðar sem hann er að opna í miðbæ Reykjavíkur. Spákonu DV fannst því tilvalið að spá í tarotspil fyrir Magga, sem er líklega einn frægasti kokkur landsins og hefur víða komið við á löngum ferli. Rétt er að benda lesendum DV á að þeir geta dregið sér Tarot spil á vef DV með því að smella hér.

Veitingamenn leggja gildrur

Ef marka má fyrsta spilið sem kemur upp fyrir Magga, Bikargosann, þarf kokkurinn ekki að hafa áhyggjur af framtíð Matbarsins. Bikargosinn táknar eflingu á eigin þroska og sköpunarhæfileikum og það að listrænir hæfileikar þess sem spáð er fyrir muni njóta sín, svo lengi sem viðkomandi hlustar á sínar langanir. Maggi hefur fylgt hjartanu með opnun Matbarsins, þar sem hann býður heimilismat á hagstæðu verði til að vega á móti græðgi í veitingahúsarekstri, að eigin sögn. Þessar breytingar munu gera Magga gott ef marka má tarotspilin, en þótt hann virðist vera harður og málglaður út á við býr viðkvæmt blóm innra með honum sem fær að blómstra í nýjum veitingastaðarrekstri. Hann þarf því að temja sér það hugarfar að taka ekkert persónulega. Gagnrýni hans kemur flatt upp á veitingamenn og munu þeir vinna að því að leggja fyrir hann gildrur.

Aðstoð frá æðri máttarvöldum

Enginn er eyland, eins og oft er sagt, og er Maggi engin undantekning. Næsta spil í tarotspánni hans er Æðsti prestur, göfugt spil sem skal taka af mikilli alvöru. Þótt Maggi telji sig kunna listina að reka veitingastað og vita hvað fólk vill þá þarf hann að leita sér aðstoðar frá sér æðri mönnum – nú eða æðri máttarvöldum. Hann þarf að hlusta á þær ráðleggingar sem hann fær og taka þær alvarlega svo að framtíð Matbarsins sé tryggð. Hann þarf hins vegar að velja vel það fólk sem hann talar við. Þá vill Æðsti presturinn segja við Magga að enginn er fullkominn og að fullkomnunarárátta hindrar vöxt. Maggi á að standa fastur við sína hugsjón og þá munu draumar hans rætast.

Andlegur neisti

Loks er það heillaspilið Töframaðurinn, sem er tákn um hinn andlega kraft og neista sem býr innra með Magga og þarf að leysa úr læðingi. Þar skiptir mestu hve einstaklega fær Maggi er í samskiptum við dýr og menn, hvernig hann nær að tala við allt og alla og að allir séu jafnir í hans augum – eða allavega næstum því allir. Þetta á eftir að koma honum langt og þessi félagslegi máttur á sér engin takmörk. Hann verður hins vegar að huga að því að fara ekki of langt fram úr sér og taka ekki meira að sér en hann ræður við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman

Áhugi Bayern á Ten Hag ekki ýkja mikill eftir allt saman
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?

Er hústökufaraldur í Bandaríkjunum eða er hér um áróður hægri manna að ræða?
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Silva aftur heim
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu

Fjölskyldufaðir í öngum sínum eftir að konan sem stakk son hans 108 sinnum með brauðhníf var dæmd til samfélagsþjónustu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar

Tindastóll þarf að spila á Akureyri eftir leysingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu

Forsetinn staðfestir að Greenwood sé til sölu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“

BeFit Iceland fagnaði fimm ára verslunarafmæli – „Eina sem kemur upp í hugann er endalaust þakklæti“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar

Enn eitt stórliðið bætist í hópinn við þau sem vilja kaupa Albert í sumar
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Valgerður kenndi sér um í mörg ár þegar gerandi hennar framdi sjálfsvíg – Segir þolendur hans vera marga

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.