fbpx
Þriðjudagur 22.september 2020

Þrjú pör tóku tímann til að sjá hversu lengi þau voru að fá það: „Ég passa alltaf að hún fái það fyrst, það eru bara mannasiðir“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 5. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn segir að það tekur meðalkonuna um 13 mínútur og 25 sekúndur að fá fullnægingu, meðan karlmenn fá það á aðeins sex mínútum, að meðaltali.

Fabulous Digital á The Sun ákvað að kanna þetta frekar og fékk þrjú pör á mismunandi aldri til að taka tímann á meðan þau stunduðu kynlíf, og sjá hversu langan tíma það tæki fyrir þau að fá fullnægingu.

Parið Plum og James.

Plum Lea, 22 ára, og James Thomas, 22 ára.

Plum og James hafa verið saman í átta mánuði.

Plum fékk fullnægingu eftir 8 mínútur og 29 sekúndur.

James fékk það eftir 9 mínútur og 34 sekúndur.

Parið kynntist á Tinder í september 2018.

„Við stundum kynlíf allavega sex sinnum í viku og það er frábært,“ segir Plum. „Við erum ævintýraleg í rúminu og prufum mismunandi kynlífsstellingar um alla íbúð. Ég fæ venjulega alltaf fullnægingu. Það tekur mig um átta mínútur að fá það og James er mjög fær í að passa upp á það að ég njóti mín.“

„Fullnæging kvenna er mun flóknari heldur en karla; konur þurfa örvun bæði innan frá og utan frá. Besta stellingin fyrir mig er að vera ofan á því það leyfir mér að stjórna og hreyfa líkamann eins og ég vill,“ segir Plum.

„Við James erum mjög í takt. Hann veit hvenær hann á að hjálpa mér og hvenær hann á að leyfa mér að stjórna til að tryggja að ég fái það. Um leið og ég fæ það er komið að James og við skiptum þá oftast um stellingu.“

James hvetur menn til að spyrja kærustur sínar hvað þær vilja í rúminu og hvort þær séu að fá það sem þær þurfa. „Því hver manneskja er mismunandi.“

Parið Hayley og Maurice.

Hayley Garbutt, 51 ára, Maurice, 54 ára.

Hayley og Maurice hafa verið saman í þrettán ár. Hayley á þrjú börn og fjögur barnabörn.

Hayley fékk það eftir 5 mínútur og 46 sekúndur.

Maurice fékk fullnægingu eftir 6 mínútur og 56 sekúndur.

„Ég og Maurice lofuðum hvort öðru að láta kynlífið okkar aldrei dofna, sama hversu gömul við yrðum. Ég er kannski amma en mér líður eins og orkumikilli átján ára konu í rúminu,“ segir Hayley.

„Við stundum kynlíf allavega fimm sinnum í viku. Við elskum að byrja daginn á því.“

Hayley segir að hún fær nokkrar fullnægingar í nánast hvert skipti. „Hann kann bara að kveikja í mér.“

„Fólk sagði við mig að eftir fimmtugt myndi ég ekki hafa áhuga á kynlífi, en við stundum meira kynlíf nú en áður. Fullnægingarnar mínar eru líka betri. Ég hef lært hvað virkar fyrir mig,“ segir Hayley.

Maurice: „Kynlíf með Hayley verður bara betra og betra. Hún er alltaf til í tuskið og elskar að hafa gaman. Hún segir mér þegar hún er búin að fá það og hún vill líka vita hvað mér finnst gott. Þetta lætur okkur líða eins og unglingum. Ég passa alltaf upp á að daman fái það fyrst því það eru bara mannasiðir!“

Tracy og Freddie.

Tracy Kiss, 31 árs, og Freddie Shaw, 28 ára.

Þau hafa verið saman í tvö ár.

Tracy fékk það eftir 13 mínútur og 25 sekúndur.

Freddie fékk það eftir 16 mínútur og 15 sekúndur.

„Ég gæti stundað kynlíf tvisvar eða þrisvar sinnum á dag. Freddie hélt að ég væri að grínast fyrst þegar við byrjuðum saman, en hann lærði það fljótt að svo væri ekki,“ segir Tracy. Hún segist einnig stunda reglulega sjálfsfróun og eitt skipti hafi Freddie gengið inn á hana á meðan hún var að fróa sér.

„Honum fannst það rosalega kynþokkafullt og við stunduðum kynlíf.“

„Það tekur mig venjulega um 6 til 14 mínútur að fá það með Freddie. Ég er hrifnari af „hundastellingunni“ (e. doggy style) og fæ rosalega ákafar fullnægingar þegar við stundum kynlíf og ég nota titrara utan frá,“ segir Tracy.

Parið stundar oft kynlíf á kvöldin þegar börnin eru sofnuð. „Við förum bæði oft í ræktina og stundum kynlíf eftir á, við erum gíruð og sveitt, það er geggjað.“

Freddie: „Tracy hefur verið mjög opinská um miklu kynhvötina sína. Við höfum gert það að reglu að tala um kynlífið okkar til að tryggja að við séum bæði sátt. Ég vill alltaf að hún fái fullnægingu fyrst – þess vegna er ég lengur að fá það. Sem karlmaður þá er mikilvægt að geta stjórnað fullnægingunni þinni til að tryggja að makinn þinn sé sáttur. Ég skammast mín ekki fyrir það. Menn ætti að átta sig líka á því að ef þeir spyrja konu hvað hjálpar henni að fá fullnægingu er ekki að viðurkenna að þeir séu slæmir elskuhugar, heldur sýnir það að þeir eru umhyggjusamir elskuhugar sem vilja gera kynlífið gott.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur

Steinunn Ólína hvetur til borgaralegar óhlýðni – Varar fólk við því að gerast leynilöggur
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.

Tíu skipti þar sem Ellen DeGeneres fór yfir strikið.
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni

Gunnar kemur upp um sprenghlægileg mistök í Eurovision-myndinni
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta gekk allt vel

Þetta gekk allt vel
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

38 ný smit í gær

38 ný smit í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt

Þessir eru líklegastir til að missa starfið sitt
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“

Bubbi um ástandið – „Ekki hægt að taka vinnuna af fólki í eitt eða tvö ár“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Gaui Þórðar segir Air Iceland Connect misnota aðstöðu sína – Veskið í Ólafsvík fékk að finna fyrir því

Gaui Þórðar segir Air Iceland Connect misnota aðstöðu sína – Veskið í Ólafsvík fékk að finna fyrir því

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.