fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Dóttir Karenar hafnaði brjóstinu: „Ég mjólkaði samt eins og belja en börn eru ekki öll eins“

Aníta Estíva Harðardóttir
Þriðjudaginn 3. apríl 2018 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að Karen Mjöll varð ólétt var hún harð ákveðin í því að barnið hennar skyldi vera á brjósti eins lengi og hægt væri.

Brjóstagjöfin gekk eins og í sögu um leið og Anja Myrk kom í heiminn. Þegar hún var um sex vikna gömul fór hún allt í einu að verða „reið“ við brjóstin á kvöldin,

segir Karen í einlægri færslu sinni á Mamiita.

Dóttir hennar neitaði brjóstinu

Karen segir að Anja dóttir hennar hafi drukkið vel á daginn og á næturnar en á kvöldin hafi hún neitað brjóstinu.

Eftir nokkra daga gafst ég upp og fór að gefa henni ábót. Í fyrstu pumpaði ég mig og gaf henni brjóstamjólk í pela sem gekk mjög vel en svo kom að því að hún þurfti meira og ég náði ekki að halda í við magnið með því að pumpa.

Karen fór þá að gefa dóttur sinni þurrmjólk sem henni þótti mjög góð og á sama tíma breyttist líf fjölskyldunnar.

Hún fékk loksins það magn af mjólk sem hana vantaði og leið mikið betur. Ég mjólkaði samt eins og belja en hún breyttist ótrúlega við það að fá þurrmjólkina.

Dóttir Karenar fór fljótlega að hafna brjóstinu alfarið.

Ég meina, af hverju ætti hún að hafa fyrir því að drekka úr brjósti þegar pelinn er með góðu og jöfnu flæði allan tímann? Hún er núna einungis á þurrmjólk sem hentar okkur lang best.

Mikil afskiptasemi ókunnugra

Karen segir afskiptasemi fólks fara mikið í taugarnar á sér.

Ég fékk oft að heyra: „Já er hún ekki bara á brjósti?“ eða „Brjóstagjöf er það lang esta fyrir börnin“. Af hverju vill fólk meina að það sé alltaf lang best fyrir öll börn? Börnin okkar eru ekki eins, það sem hentar þínu barni hentar ekki endilega mínu líka. Hvað þá þegar ljósmæður, hjúkrunarfræðingar og læknar fara að setja út á hvort barnið fái brjóstamjólk eða þurrmjólk?

Eftir að Anja Myrk fékk þurrmjólk og Karen hætti að streitast á móti og halda henni á brjóstinu þá líður þeim mæðgum margfalt betur.

Ekki skemmir fyrir „frelsið“ sem ég fæ og það að Atli fær að njóta þess að gefa henni að drekka líka. Ég vil minna foreldra á að gera það sem þeim finnst best en ekki það sem einhver annar segir þeim að gera. Þetta er þitt barn og þú þekkir það best. Hvort sem það er brjóstamjólk eða þurrmjólk, það skiptir ekki máli.

Hægt er að fylgjast með Karen og fleiri bloggurum Mamiita á eftirfarandi samfélagsmiðlum:

Snapchat: mamiita.com
Instagram: mamiita_com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum

Byrjaði á OnlyFans á 18 ára afmælisdaginn – Þénaði 140 milljónir á fyrstu þremur klukkustundunum
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea

Maresca vonast til að fá hjálp frá Chelsea
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn

Óskarsverðlaunaleikkonan fékk boð um stefnumót frá Trump daginn sem hún skildi við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn