fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025

Uppskrift af Hafraklöttum frá Amöndu Cortes

Öskubuska
Sunnudaginn 4. mars 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppskriftin af þessum guðdómlegu hafraklöttum eru algjörlega í uppáhaldi hjá mér en ég hef bakað þá margoft og þeir bara klikka ekki. Mér finnst þeir alltaf jafn góðir og það er auðvelt breyta hráefnunum eftir sínu höfði.

Þeir eru fljótlegir í gerð og bakstri, geymast í um 5-7 daga í kæli og er ansi ljúft að eiga nokkur stykki inn í frysti ef að heimsókn ber að garði eða ef þig langar bara í ansans snarl.

Eins og þið sem fylgið mér á snapchat vitið, þá lifi ég fyrir mat, og snarl/millimál er ekki eitthvað sem skal vanmeta. Pirrað fólk (lesist: ég) er fólk sem gleymdi að fá sér snarl. Punktur.

Hráefni

– 3 vel þroskaðir bananar

– ¼ bolli eplamauk án viðbætts sykurs

– 2 tsk vanillu dropar

– 2 og ¼ bolli hafrar

– ½ tsk matarsódi

– ½ tsk lyftiduft

– 1 tsk kanill

– ¼ tsk salt

– 1/3 bolli hnetur, fræ eða þurrkaðir ávextir

Hér getið þið sett það sem ykkur lystir en ég vel yfirleitt bara það sem er til í skápnum hverju sinni. Í þetta sinn setti ég pekan hnetur, þurrkuð trönuber og sólblómafræ. Einnig er mjög gott að eiga smá aukalega af fræjum til að strá yfir klattana áður en þeir fara í ofninn.

Processed with VSCO with a5 preset

Hafrarnir eru malaðir í blandara og hrærðir við matarsóda, lyftiduft, kanil og salt.

DSC_2313edit

Bananar, eplamauk og vanilludropar eru stappaðir saman í hrærivél eða með blandara (megið líka nota bara gaffal ef þið eruð badass).

Processed with VSCO with a5 preset

Þurrefnum er blandað við blautefnin og loks hnetum og fræjum hrært út í með sleif.

Deiginu er komið fyrir í bökunarformi (mitt var 20x20x5cm) og fræjum stráð yfir ef þið kjósið þá leið. Klattarnir eru bakaðir við 180°C í 15 mín. Leyfið þeim að kólna áður en þið skerið þá niður í þá stærð sem hentar ykkur.

Processed with VSCO with a5 preset

Processed with VSCO with a5 preset

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis

Þetta eru börnin sem létust í árásinni í Minneapolis
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp

Níu sagt upp störfum og framkvæmdastjórinn segir sjálfur upp
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“

„Konur, hinsegin fólk og samkynhneigðir munu fljótlega átta sig á hvaðan hin raunverulega ógn gegn frelsi þeirra kemur“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár

Kennari tilkynnti sig veika – Fékk full laun í 16 ár
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.