fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024

Sunna Rós lenti í alvarlegri bílveltu með dóttir sína í bílnum: „Ég veit við munum velta útaf og deyja“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 22. mars 2018 19:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Rós Baxter vaknaði vonsvikin og þunglynd á hverjum einasta morgni í mörg ár. Beið hún þess að hver dagur myndi klárast til þess eins að geta farið að sofa. Einn örlagaríkan dag í desember árið 2014 lenti Sunna í hræðilegu atviki sem varð til þess að breyta hugsun hennar til frambúðar.

Ég átti mér stóra drauma, ég vildi verða eitthvað, skipta máli, framkvæma alla mína drauma. En dagarnir liðu og árin líka. Ég var enn fátæk og þunglynd en ég sagði sjálfri mér að einn daginn myndi þetta allt breytast,

segir Sunna í einlægri færslu á bloggsíðu sinni.

Nennti ekki að setja bakið á sessuna

Þann 31. Desember árið 2014 lendum við Jasmín snemma morguns á Keflavíkurflugvelli eftir jólafrí í Bandaríkjunum. Við ætluðum að gista hjá pabba sem býr í Vogunum en þar sem systkini mín voru í heimsókn og þar af leiðandi ekki laust herbergi fyrir okkur var ákveðið að við Jasmín myndum fara heim til Reykjavíkur. Við höfðum ekkert sofið um nóttina sökum tímamismunar svo við ætluðum að leggja okkur heima og koma síðan aftur í Vogana seinni partinn og halda uppá nýja árið með fólkinu okkar þar.

Sunna fékk bíl föður síns lánaðan sem var gamall jepplingur og þar sem Jasmín dóttir hennar var rétt tæplega 6 ára gömul á þessum tíma hafði hún einungis tekið sessu með út til Bandaríkjanna.

Það voru allir þreyttir þarna um morguninn og ég nennti ekki að setja bakið aftur á sessuna, svo við keyrðum bara af stað í bæinn. Um klukkan 17 sama dag lögðum við svo aftur af stað í Vogana til þess að eyða kvöldinu þar. Ég fann ekki fyrir neinni hálku og hafði engar áhyggjur af færðinni.

Þegar Sunna og Jasmín eiga um tíu mínútna keyrslu eftir að Vogunum missir hún stjórn á bílnum vegna hálku.

,,Veit við munum velta útaf og deyja“

Það fyrsta sem ég hugsaði var að fólkið í bílnum fyrir aftan mig fyndist ég örugglega algjör aumingi að missa stjórn á bílnum. Ég hélt að ég myndi strax ná stjórninni aftur og á þessum tímapunkti skipti það mig mestu máli hvað bláókunnugu fólki í bílnum fyrir aftan okkur fyndist um þetta.

Sunna tók fótinn af bensíngjöfinni og reynir að halda stýrinu stöðugu.

Ekkert gerist. Bíllinn rásar enn þá á veginum og mér líður eins og ég sé þythokkí skífa sem sikk sakkar á borðinu. Þarna finn ég að ég mun ekki ná stjórn á bílnum aftur. Ég leitt ekki á mælinn en tel mig vera á sirka 90 kílómetra hraða og ég veit að við munum velta út af. Og deyja.

Sunna fór á þessum tíma að hugsa um fjölskyldu sína.

Ég sá svart og fer að hugsa á methraða. Ég hugsaði hversu erfitt það yrði fyrir fjölskylduna mína að fá þær fréttir að við Jasmín hefðum látist í bílslysi. Það yrði stöðug áminning fyrir þau hver áramót að við hefðum látist þann dag. Ég hugsa um elsku dóttur mína og verð reið út í sjálfa mig fyrir að hafa ekki sett bakið á sessuna hennar. Vegna mín, var hún ekki 100% örugg í bílnum og við á leiðinni út af. Ég hugsaði um allt það líf sem Jasmín myndi missa af og ekki eignast. Ef ég bara gæti hent henni út úr bílnum og bjargað henni á meðan hún væri enn á lífi, því eftir nokkrar sekúndur yrði hún dáin og þá væri ekkert sem ég gæti gert til að hjálpa henni. Ég ákvað að segja ekkert við hana. Ekki „ég elska þig, þetta verður allt í lagi“. Ekkert. Ég vil ekki hræða hana, ég vona að hún fatti ekki hvað sé í gangi og muni ekki vera hrædd þegar hún deyr.

Hugsanirnar þjóta um þegar lífið er að fjara út

Hugsanir Sunnu héldu áfram að þjóta gegnum huga hennar.

Ég held að það hafi verið svona fimm sekúndur sem liðu frá því að ég missti stjórn á bílnum og þangað til við ultum út af. Það er ótrúlegt hvað maður hugsar hratt þegar maður sér lífið fjara út. Þar sem ég sá bara svart þá sá ég ekki þegar bíllinn fór út af. En ég heyrði það og ég fann það, þeir sem hafa lent í bílveltu og muna eftir því þeir vita hvaða hljóð ég er að tala um. Ég undra mig á því að vera ekki dáin þegar bíllinn veltur um og ég finn að plássið mitt inn í bílnum verður minna með hverri veltunni. Við veltum yfir brautina, vegriðið og lendum á öfugum vegarhelming. Bíllinn er á hlið og ég heyri rosaleg læti. Við erum stopp og ég er á lífi. Ég ætlaði ekki að trúa því. Lætin eru svo svakaleg í bílnum að ég er viss um að hann sé að fara springa.

Sunna nær að koma sér út um framrúðu bílsins og fór strax að hugsa um dóttur sína sem var enn í bílnum.

Hvernig gat ég skilið hana eftir í bílnum haldandi að hann væri við það að fara springa. Hræðslan við að sjá Jasmín dána, jafnvel alla brotna og útataða í blóði eða jafnvel sjá hana alls ekki, hafði hún kannski flogið út úr bílum? Þessi hræðsla gjörsamlega yfirtók mig og ég fór út úr bílnum. Þetta tók kannski sekúndu. Hvernig mér tókst að fara svona hratt út úr bílnum skil ég ekki. Um leið og ég var komin út úr bílnum vildi ég fara aftur inn og ná í hana. Sama hvernig ástandið á henni yrði. Ég vildi fá tækifæri til þess að jarða barnið mitt.

Leið eins og hún væri stödd í sinni eigin jarðarför

Margir bílar höfðu stoppað og þyrptist fólk að slysstaðnum en Sunna sá engan né heyrði í þeim.

Ég hafði ekkert heyrt í Jasmín allan tímann frá því ég missti stjórn á bílnum. Engan grát, ekkert. Það gat ekki annað verið en að hún væri dáin. Ég stóð hjá bílnum og var að reyna finna leið til þess að ná henni út þegar ég heyri fallegasta orð allra tíma: „MAMMA”. Ég ætlaði ekki að trúa þessu. Ég fer hálf inn um framrúðuna og hún kemur labbandi á móti mér úr aftursætinu, grátandi. Ég ríf í úlpuna hennar og dreg hana út úr bílnum. Við stöndum fyrir utan bílinn þegar ég sé 2 menn hlaupa til okkar. Um leið og ég sé þá byrja ég að missa allan mátt í líkamanum. Ég bið manninn um að taka Jasmín og hníg svo í jörðina. Ég græt og bið þá um að hringja í pabba. Ég sá blóð en vissi ekki hvaðan það kom. Mér fannst hausinn á mér vera að springa, leit upp og sá fullt af fólki í kringum okkur. Allir í sparifötunum og mér leið eins og ég væri stödd í eigin jarðarför.

Mæðgurnar fóru á spítala þar sem hlúð varð að þeim og bjuggu þær svo hjá föður Sunnu á meðan þær jöfnuðu sig almennilega eftir slysið.

Þangað til þennan dag, 31. Desember árið 2014 hafði ég alltaf hugsað að það væri nægur tími til þess að gera hluti. En þarna lærði ég að „á morgun“ er ekki sjálfgefið og við verðum að nýta þann tíma sem við höfum. Ég hef unnið hörðum höndum í mörg ár til þess að koma mér úr fátækt, þunglyndi, afleiðingum af andlegu og kynferðislegu ofbeldi, áfallastreituröskun og fleira. Það skiptir engu máli hver fortíð þín er. Þú ert þinnar gæfu smiður og getur orðið allt sem þú ætlar þér.

Sunna stofnaði bloggsíðu sína til þess að deila því sem hún hefur gengið í gegnum og vonandi hjálpa öðrum í svipaðri stöðu.

Einnig er hægt að fylgjast með Sunnu á Snapchat: sunnabaxter

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð

Gjaldeyrisskiptastöðvar geta loks tekið til starfa í Leifsstöð
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi

Sjáðu Pochettino lesa yfir blaðamönnum í gær – Þeir svöruðu honum fullum hálsi
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld

Valur og Víkingur mætast í meistara meistaranna í kvöld
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða

Saxenda bætti lífsgleði, lífgæði, liðleika og úthald en SÍ neituðu að halda áfram að niðurgreiða
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur