fbpx
Föstudagur 03.maí 2024

Alexandra Sif fyrirgaf geranda sínum: „Við töluðum, hlógum og það komu nokkur tár“

Aníta Estíva Harðardóttir
Mánudaginn 26. nóvember 2018 11:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandra Sif Herleifsdóttir var lögð í grimmt einelti í þrjú ár sem barn þegar hún bjó í litlu bæjarfélagi úti á landi. Í dag er Alexandra orðin tuttugu og níu ára gömul og glímir hún enn við afleiðingar eineltisins.

„Ég fór fyrst að finna fyrir sjálfsvígshugsunum ellefu ára gömul og síðast árið 2016. Ég hef talað mikið opinberlega um andlega vanlíðan mína og var til dæmis með söfnun fyrir útmeð‘a í fyrra. Til að gera langa sögu stutta, þá var ég á viðburði þar sem verið var að gefa út myndband fyrir útmeð‘a og á þessum viðburði var ein af mínum helstu gerendum. Þvílík tilviljun. Ég fór í rosalega vörn og tilfinningarnar hrúguðust yfir mig,“ segir Alexandra sem deildi sögunni á Facebook á dögunum.

„Við töluðum ekki saman á viðburðinum sjálfun en hún sendi mér skilaboð á Facebook eftir viðburðinn og bað mig um að hitta sig á kaffihúsi. Hún vildi segja fyrirgefðu við mig í persónu.“

Alexandra Sif Herleifsdóttir

Alexandra trúði ekki sínum eigin augum og sat hún með hjartað í buxunum og vissi ekki hverju hún ætti að svara.

„Ég tók mér langan tíma til að svara. Hverju ætti ég að svara? Var hún að gera grín að mér? Vildi hún í alvöru hitta mig? Svo margar tilfinningar og hugsanir poppuðu upp í hugann?

Uppgjör fyrir bæði geranda og þolanda

Að lokum ákvað Alexandra að slá til og fara að hitta stúlkuna sem hafði lagt hana í einelti.

„Vá hvað ég var stressuð, með hnút í maganum. Ég mætti snemma, með allar varnir uppi en örlitla von í hjartanu. Hún mætti og við töluðum, hlógum og það komu nokkur tár. Hún sagði fyrirgefðu og ég fyrirgaf. Vá hvað þetta var gott, og rosalegt uppgjör fyrir okkur báðar. Mér þykir ótrúlega vænt um þetta allt saman og þótt við verðum kannski aldrei góðar vinkonur, þá er rosalega þungu fargi af mér létt.“

Alexandra segist vilja segja sína sögu til þess að útskýra hversu mikið það skipti hana máli að fyrirgefa geranda sínum.

„Það að fyrirgefa gerði svo ótrúlega mikið fyrir mig. Það að vera reiður er svo ótrúlega erfitt og vont. Ekki fyrir neinn annan nema sjálfa mig. Ég hefði aldrei trúað því að þetta myndi gerast, sko ALDREI. Ég stend uppi sem sigurvegari, og hún líka. Hún á stórt hrós skilið að taka þetta þroskaða skref fyrir okkur báðar. Mér þykir vænt um það og hana.“

Biður Alexandra alla gerendur að hugsa sig um og heyra í þeim sem þeir hafa lagt í einelti.

„Sama hvað þú ert gömul/gamall. Það er aldrei of seint. Ef þú ert þolandi, fyrirgefðu þeim. Ekki fyrir gerandann heldur fyrir þig.“

Eftir að Alexandra birti færsluna heyrði hún aftur í geranda sínum og ákváðu þær að hittast aftur fljótlega og skála fyrir lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það

Var engan veginn skemmt yfir athæfi Carragher og lætur hann heyra það
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin

Ferðamann langar mikið til að eignast íslenskan vin
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“

Aron: „Ég held að það sé nú þannig hjá 90 prósent af liðunum í þessari deild“
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum
Framboð Viktors gilt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar

Mourinho telur að þessi þrjú lið geti unnið EM í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir

Starfsmenn United pirraðir – Skorið niður hjá þeim en eiginkonur leikmanna fá mat og gjafir
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“

„Málið er að sársauki hefur verið markaðsvæddur og lyfin eru kynnt sem lausnin“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Eyjan
Fyrir 12 klukkutímum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.