fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

7 þættir sem geta haft slæm áhrif á kynhvöt þína

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 3. september 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kynhvöt fólks getur verið mismunandi á milli daga alveg eins og líðan þeirra og skap. Áður en fólk stekkur á þá ályktun að vandamálið liggi hjá þeim sjálfum þá er mikilvægt að átta sig á því að kynhvötin getur stjórnast af nokkrum mismunandi þáttum í lífi fólks, þáttum sem fólk veit ekki einu sinni af.

Hvort sem það er nýtt krefjandi starf eða róttæk lífsstílsbreyting, þá getur ýmislegt spilað inn í kynhvöt fólks. Popsugar leitaði því ráða hjá Stephanie Buhler sálfræðing og kynlífsráðgjafa og fékk svör við því hvaða þættir gætu mögulega verið að spila inn á kynhvötina:

Áfengi: Mörgum konum gætu liðið eins og þær séu extra fjörugar eftir tvö hvítvínsglös. En staðan er sú að áfengi getur haft öfug áhrif. Það getur gert konur dofnari fyrir líkamlegum og andlegum tilfinningum sem getur minnkað áhugann á kynlífi.

Grasreykingar: Rannsókn sem gerð var í Stanford komst að því að þeir sem reykja gras njóti kynlífs yfirleitt betur og oftar. En á meðan það getur verið raunin fyrir sumar konur þá geta grasreykingar hins vegar dregið úr áhuga sumra kvenna á kynlífi. Sérstaklega hjá þeim konum sem reykja gras að staðaldri.

Sársaukafult kynlíf: Samkvæmt Stephanie er ótrúlegt hversu margar konur halda áfram að stunda kynlíf þrátt fyrir að þær upplifi sársauka, flestar þeirra halda að það eigi að vera vont. Þær eru þá ekki búnar að átta sig á því að eitthvað er að. Það er því ekki skrítið að þær hlakki ekki til þess að stunda kynlíf.

Stress: Kynlíf er jafn mikið andlegt og líkamlegt. Þegar fólk er ekki með réttu ráði og undir miklu álagi þá getur það haft áhrif á kynhvöt þess.

Gremja: Ef þú finnur fyrir því að þú ert ekki lengur í skapi til þess að stunda kynlíf með makanum þínum, veltu því þá fyrir þér afhverju. Oft er það vegna gremju sem hefur verið að byggjast upp í langan tíma.

Lyf: Þunglyndislyf eru sérstaklega þekkt fyrir það að slá á kynhvöt fólks. Þau hjálpa fólki sem er þunglynt með því að bæta á serotonin í líkamanum en slökkva á kynhvötinni á sama tíma. Það er því gott að ræða við læknirinn sinn um aðrar leiðir ef fólk finnur fyrir minnkandi kynhvöt, noti það þunglyndislyf.

Sjúkdómar: Sykursýki, sem dæmi, getur tengst þunglyndi og minnkað áhuga fólk á kynlífi. Aðrir sjúkdómar líkt og liðagigt geta haft áhrif á hreyfigetu fólks sem getur valdið óþægindum og jafnvel sársauka. Það getur gert það að verkum að það að stunda kynlíf er erfitt og óþægilegt og sækir fólk því sjaldnar í það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham

Sjáðu skelfileg mistök Raya gegn Tottenham
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst

Orðið á götunni: Halla Hrund flýgur á toppinn – skjálftavirkni eykst
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.