fbpx
Laugardagur 04.maí 2024

Hvað varð Avicii að bana?

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 23. apríl 2018 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Búið er að kryfja lík sænska tónlistarmannsins Tim Bergling, sem var best þekktur undir listamannsnafninu Avicii, en Bergling lést í Muscat, höfuðborg Ómans, á föstudag.

Fregnir um dauða þessa vinsæla tónlistarmanns komu aðdáendum hans í opna skjöldu enda var hann aðeins 28 ára og í blóma lífsins.

Breska blaðið Guardian fjallar um málið í dag og þar segir að tvær krufningar hafi farið fram um helgina. Haft er eftir lögreglu að þær hafi leitt í ljós að dauða hans hafi ekki borið að með glæpsamlegum hætti. Þó hafa þær ekki leitt í ljós, að minnsta kosti svo vitað sé, hvað varð honum að bana.

Avicii hefur komið að mörgum af þekktustu rafdanstónlistarlögum síðustu ára og unnið með mörgum frægum listamönnum. Hann var staddur í fríi í Óman þegar hann lést og eru foreldrar hans og þrjú systkini komin til landsins þar sem þau munu fylgja líkinu aftur til Svíþjóðar.

Þúsundir komu saman í Stokkhólmi um helgina til að votta tónlistarmanninum virðingu sína. Meðal þekktustu laga hans má nefna lögin Wake Me Up og Levels.

Avicii hætti að koma fram opinberlega árið 2016. Það var með ráðum gert enda hafði álagið og mjög mikil áfengisneysla tekið sinn toll af honum. Avicii hætti þó ekki að semja tónlist en á síðasta ári kom hans síðasti smellur, Lonely Together, með bresku tónlistarkonunni Rita Ora.
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH

Besta deildin: Tvenna Andra Rúnars dugði ekki til gegn FH
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“

Ten Hag sannfærður um að hann verði áfram við stjórnvölin – ,,Ég gefst ekki upp“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu

Sigmundur Ernir skrifar: Auðlindir í auðmannaþágu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“

Ten Hag staðfestir að hann hafi ekki fengið sinn mann – ,,Ef þú vilt spila eins og Ajax þá þarftu svona leikmann“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu

Sannfærð þrátt fyrir tvö framhjáhöld og hleypir stórstjörnunni aftur heim: Eignaðist tvö börn með annarri konu – Grátbað um fyrirgefningu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi

Fyrirliði Real Madrid yfirgefur félagið – Vill aðeins semja í einu landi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Skoðanakönnun: Hver stóð sig best í kappræðunum á RÚV?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.