fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Móðir varar foreldra við eiturefnum í förðunarsetti fyrir börn: „Hún fékk bólgur og blöðrur út um allan líkama“

Aníta Estíva Harðardóttir
Fimmtudaginn 22. mars 2018 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir ungrar stúlku skrifaði á dögunum varúðarpóst fyrir foreldra sem hefur nú gengið manna á milli. Foreldrar stúlkunnar enduðu með hana á spítala eftir að hafa keypt það sem þau töldu vera saklaust förðunarsett fyrir hana.

Ég skrifa þetta bréf vegna þess að mér finnst mikilvægt að minna foreldra á að fara varlega með þá hluti sem við leyfum börnunum okkar að leika sér með,

skrifar Tony Kyle Cravens í færslu á Facebook.

Þessi reynsla hefur opnað augu okkar fyrir því að skoða efnisinnihald í þeim barnavörum sem við kaupum hér eftir. Fyrir nokkrum dögum keyptum við förðunarsett handa Lydiu, við héldum að það væri án allra eiturefna og barnvænt þar sem við höfum keypt svona fyrir hana áður nema bara frá öðru fyrirtæki. Lydia eyddi deginum í að farða á sér augun og varirnar og á einungis 24 klukkutímum fór stúlkan okkar úr því að vera alveg heilbrigð í það að vera með bólgur blöðrur og ofnæmisviðbrögð út um allan líkama.

Lydia þurfti að leggjast inn á spítala og gat ekki borðað mat í nokkra daga.

Við þurftum að setja á hana kaldan bakstur og skipta á þrjátíu mínútna fresti af því að húðin á henni var brennandi heit.

Foreldrar Lydiu skrifuðu færsluna í þeirri von um að vara aðra foreldra við hættunum sem geta leynst víða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?

Verður Ten Hag þjálfari Íslendings?