fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Karen Kjerúlf – ljúf listakona í skapandi umhverfi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 19. september 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listakonan Karen Kjerúlf málar listaverk úr olíu á fallegu heimili sínu í Norðlingaholtinu, þar fær hún innblástur úr náttúrunni, sem er beint fyrir utan stofugluggann með stórfenglegu útsýni yfir Elliðavatn.

„Ég kynntist olíunni árið 2002, ég var búin að vera lengi í vatnslit og pastel áður. Ég tók að mér í fjöldamörg ár að mála andlitsmyndir í pastel eftir ljósmyndum, svo fékk ég leið á því, fór í vatnslitun og kynntist síðan olíunni, sem ég mála mest í.“

Karen er búin að fara á fjöldamörg námskeið í málun hjá Myndlistaskóla Kópavogs og fleiri listamönnum og er búin að vera í áhugahópi á vegum Reykjavíkurborgar síðan árið 2002, sem hittist einu sinni í viku og málar saman.

Karen heldur nú fjórðu einkasýningu sína og annað árið í röð er hún í Energia í Smáralind, áður hefur hún haldið sýningar í Domus Medica og í Kaffi Álafoss í Álafosskvosinni.

Listaverk Karenar taka strax á móti manni, þegar komið er inn á heimilið.

„Ég er búin að mála og selja gríðarlega mikið í gegnum árin,“ segir Karen, sem vill að sem flestir eigi kost á að eignast listaverk. „Ég hef alltaf reynt að vera sanngjörn, af því að ég vil frekar mála rosalega mikið og selja rosalega mikið.“

„Í þetta sinn er ég að fókusera mikið á grjótamyndir, hafið, fjöllin og himininn. Ekki eins og ljósmynd, heldur svona abstrakt. Það sem ég er að gera núna heillar fólk og ég hef fengið góðar viðtökur við myndunum,“ segir Karen.

Opnunarpartý sýningarinnar er á morgun og allir eru velkomnir, sjá viðburð á Facebook hér.

Karen tekur einnig að sér að mála myndir eftir sérpöntunum og núna er á mynd í vinnslu á trönunum fyrir kunningja hennar, sem sýnir úfinn sjó, skip og vita sem lýsir því leið í örugga höfn. „Ég hef verið beðin um að mála ákveðna bóndabæi, ákveðin fjöll, ákveðið landslag, bara svo dæmi sé tekið.“

Listaverk í vinnslu. Karen er með málverk í vinnslu fyrir kunningja sinn, það á að sýna úfinn sjó, skip og vita sem lýsir skipinu leið.

Karen hefur málað frá því hún var barn, en langaði upphaflega ekki að gera listina að ævistarfi. Hún er hárgreiðslumeistari og tattúsérfræðingur og vinnur aðeins við það, en dreymir um að geta lifað eingöngu af listinni.

„Ég er bara sköpuð með þessum ósköpum og hef brennandi ástríðu til að vera alltaf að skapa og ef ég er ekki að skapa þá er ég bara leiðinleg. Þegar ég var 15 ára í gaggó, þá kallaði myndmenntakennarinn minn mömmu á fund og sagði: Þessi stelpa þarf að fara í myndlistaskóla,“ en ég sagði nei og vildi fara í hárgreiðslu. En svo sé ég það í seinni tíð að kennarinn hafði alveg rétt fyrir sér.“

Fyrir utan að mála með áhugamannahópnum, þá málar Karen heima, „Hér hef ég nóg pláss og birtuna,“ en Karen býr við Elliðavatnið með stórfenglegt útsýni.

Útsýnið úr stofuglugganum yfir Elliðavatn er stórfenglegt.
Náttúran er beint fyrir utan með öllum sínum fjölbreytileika.

Facebooksíða 

Karen hefur málað margar konumyndir og ein þeirra prýðir svefnherbergið.
Önnur konumynd prýðir vegginn við hliðina á baðherberginu. Og á gólfinu má sjá nokkur sem voru á leið á sýninguna í Energia.
Hestamyndin er að sjálfsögðu eftir Karen. „Þegar Þröstur kærastinn minn kom hingað fyrst hló hann og sagði okkur Reykvíkinga ekkert vita.“ Með því var hann, bóndasonurinn og hreindýraskyttan frá Egilsstöðum að vísa til hreindýrshornanna sem snúa öfugt. En þrátt fyrir að snúa öfugt, eru þau prýði á notalegu heimilinu.

List Karenar speglast í anddyri heimilisins.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Eyjan
Fyrir 5 klukkutímum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi

Situr undir hótunum frá hátt settum aðilum eftir að hafa sagt frá spillingu sem tengdist sjónvarpssamningi
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“

Berglind lenti í óvenjulegu atviki í Bónus –„Þetta kallast þjófnaður. Hefði tilkynnt þetta á staðnum“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.