fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025

Eiginkona Chester Bennington deilir myndbandi, sem tekið var stuttu áður en hann fyrirfór sér

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, fyrirfór sér í júlí og skildi fjölskyldu sína og fjölmarga aðdáendur eftir í sárum. Hann var 41 árs þegar hann lést og skildi eftir sig eiginkonu og sex börn.

Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“

Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún hefur póstað á samfélagsmiðla. „Ég pósta því til að sýna að þunglyndi verður ekki lýst á ákveðinn hátt, með einni hegðun eða einu andliti.“

Fyrr í mánuðinum deildi Draven, 15 ára sonur Bennington, þremur myndböndum í tilefni af alþjóðlegri forvarnarviku gegn sjálfsvígum. Í einu þeirra heitir hann „að ég mun tala við einhvern áður en ég skaða mig þegar mér líður illa, er þunglyndur eða á erfiða viku, mánuð eða ár. Ég vil skora á ykkur að gera hið sama, að hjálpa ykkur, ekki skaða ykkur.“

Chester Bennington ræddi opinskátt um andlega erfiðleika, sem mátti að hluta rekja til kynferðislegs ofbeldis sem hann varð fyrir sem barn. Hann glímdi einnig við eiturlyfjafíkn og alkóhólisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein

Ótrúleg þróun – Núna er Bandaríkjamönnum nokkuð sama um Trump og Epstein
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Stefán Kristjánsson látinn

Stefán Kristjánsson látinn
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi

Norðurkóreskir flóttamenn segja frá hryllingnum sem þeir sæta í Rússlandi
Pressan
Fyrir 8 klukkutímum

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“

3I/ATLAS stefnir hraðbyri í átt að jörðinni – Prófessor segir að við höfum 113 daga – „Gæti bjargað okkur eða útrýmt okkur“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina

Víkingar fengu stóran skell gegn tíu mönnum Bröndby – Breiðablik kveður Evrópudeildina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir

Úr 100 milljónum niður í tvær milljónir
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun

Farþegi sýndi flugdólgi hvar Davíð keypti ölið – Ölvaður með kynþáttafordóma og árásargjarna hegðun