fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025

Netflix útbýr Stranger Things útgáfu af þekktum 80´s plakötum

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 16. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Önnur sería af Stranger Things kemur á Netflix þann 27. október næstkomandi. Fyrsta serían sló rækilega í gegn, en höfundar hennar, Matt og Ross Duffer, hafa greint frá því í viðtölum að hugmynd þeirra um þættina hefði verið hafnað 15-20 sinnum af fjölmörgum sjónvarpsstöðvum, áður en serían varð loks að veruleika. Netflix hefur hinsvegar þegar gefið grænt ljós á seríu þrjú, eftir frábærar viðtökur fyrstu seríunnar.

Til að stytta aðdáendum biðina fram að 27. október, hefur Netflix reglulega sett inn á samfélagsmiðla einhverja gullmola. Á Twitter hafa vikulega birst myndir þar sem hver þáttur í seríu eitt er rifjaður upp og um leið tengdur við þekkta kvikmynd frá frá níunda áratugnum.

Fyrsta er Stand by me frá árinu 1986.

Næst er Martröð í Hawkins, sem er augljós tilvísun í mynd Wes Craven, A Nightmare on Elm Street frá árinu 1984.

Þriðja er endurgerð The Running Man frá árinu 1987.

Fyrsta Alien myndin í leikstjórn Ridley Scott kom út árið 1979, stuttu fyrir níunda áratuginn.

Firestarter árið 1984, sem kom Drew Barrymore enn frekar á toppinn eftir frammistöðu hennar í E.T., er þriðja myndin í þessari seríu sem byggð er á bókum Stephen King.

Evil Dead frá árinu 1981 fær að vera með.

Síðast en ekki síst, endurgerð á einu þekktasta kvikmyndaplakati allra tíma, Jaws. Klassík Spielberg kom út árið 1975, sem sýnir að Stranger Things teygir sig aðeins út fyrir níuna áratuginn.

 

Plakötin sýna að Stranger Things mun halda áfram að sækja í brunn áttunda áratugarins og heiðra klassískar kvikmyndir sem komu út á þeim áratug og eiga fjölmarga aðdáendur um allan heim.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal

Gleðitíðindi fyrir stuðningsmenn Arsenal
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Aðsend grein Guðmundar Franklín vekur umtal – „Augljóslega að öllu leyti skrifuð af gervigreind“

Aðsend grein Guðmundar Franklín vekur umtal – „Augljóslega að öllu leyti skrifuð af gervigreind“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Landsleikurinn fer fram klukkan 17 á morgun

Landsleikurinn fer fram klukkan 17 á morgun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir Nistelrooy ömurlegan þjálfara

Segir Nistelrooy ömurlegan þjálfara
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum
Lést í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu

McTominay íhugar óvænt endurkomu – Sagður höndla þetta illa á Ítalíu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fullyrt að allt sé klappað og klárt – Birnir söðlar um

Fullyrt að allt sé klappað og klárt – Birnir söðlar um
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.