Feðgarnir David og Brooklyn Beckham sátu að sjálfsögðu á fremsta bekk þegar Victoria Backham frumsýndi vor og sumartískulínu sína á tískuvikunni í New York.
„Stoltur“ skrifaði Brooklyn með myndbandi sem hann deildi á Instagram.
Brooklyn heilsaði upp á mömmu baksviðs að sýningu lokinni.
Brooklyn, frumburður Beckham hjónanna er orðinn 18 ára og nýfloginn úr hreiðrinu, en hann leggur nú stund á nám í listum og ljósmyndun við háskólann í New York.
Fyrirgaf föður sínum af öllu hjarta fyrir að hafa aldrei samband – „Við það losnaði ég við einhvern ákveðinn pakka og ég hafði aldrei áhyggjur af þessu meira“