fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

9 ráð til að verða meiri hipster

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 12. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er vandasamt að vera hipster, því það sem nýtur velþóknunar hipstera er afskaplega breytilegt. Það sem er hip í dag gæti orðið útbreitt i Garðabæ í næstu viku, svo ljóst er að hér er vandi á höndum.

Hér eru níu góð ráð frá hipsteraráði Bleikt fyrir þá sem vilja halda sig réttum megin við strikið:

1. Kaffið

Fáðu þér kaffið úr glæru glasi AÐ LÁGMARKI. Viljir þú fara alla leið skaltu hiklaust drekka það úr krukku.

2. Góði er ennþá góður

Ef þig vantar eitthvað í eldhúsið, farðu þá fyrir alla muni EKKI í IKEA heldur Góða hirðinn.

3. Rófan kemur sterk inn


Gerðu þér grein fyrir því að grænkál og rauðrófur er komið í meginstrauminn. Til að vera hip er fólk núna að hugsa aftur í tímann og vinna með gömlu góðu rófuna.

4. Tene – svo ótöff að það er töff


Allir, já ALLIR, eru fluttir til Berlínar. Það er allt of venjulegt. Ef þú vilt halda hipsterastatus í lagi er vissara að flytja bara til Tene – á kaldhæðinn hátt sko.

5. Út að borða


Farðu út að borða í úthverfi. Mest badass er að velja Breiðholtið. Taktu strætó eða farðu á fixie-hjólinu þínu.

6. Áhrif á landsvísu


Ef þú hefur áhuga á pólitík er eina vitið að ganga í Alþýðufylkinguna. Þar fær ljós þitt að skína – ólíkt því sem þú hefur upplifað á Pírataspjallinu.

7. Ferðalög


Sannur hipster syndir á móti straumnum. Nú er rétti tíminn til að plana ferðalag til Bandaríkjanna – OG EKKI TIL PORTLAND!

8. Klæðnaður

ÚR LOPAPEYSUNNI – hún er ekki vegan! Capisce?

9. Djammið


Ok ætlarðu út að skemmta þér? Miðbærinn er ALLT of pakkaður af Goretex-liðinu svo þú skalt bara fara á Hvíta riddarann í Mosó – það væri metnaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám

Vilja að sænska ríkið fái leyfi til að búa til barnaklám
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni

Fyrrverandi fréttakona grunuð um voðaverk á hrekkjavökunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir

Arteta staðfestir meiðsli Gyökeres – Verður sendur í frekari rannsóknir
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“

Telur að Hermann muni þrífa forrétindablindu af strákunum á Hlíðarenda – „Það logar allt stafnanna á milli af grautfúlu fólki á Facebook“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra

Forsjárlaus 16 ára unglingur dæmdur fyrir ítrekaðar líkamsárásir gegn strætóbílstjóra
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna

Ívar Orri sá besti að mati leikmanna
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Ásdís mætti í goðsagnakennda hrekkjavökupartý Heidi Klum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.