fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025

Állistamaðurinn Odee hannar listaverk á vínflöskur

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. nóvember 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Állistamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, er með endalausar hugmyndir í kollinum og með mörg járn í eldinum. Nýjasta listaverkið, sem er orðið opinbert, er listaverk sem hann er að hanna á vínflöskur fyrir Brennivin America. Óvíst er hvort flaskan verði til sölu á Íslandi.

„Ég hef verið í samskiptum við þá síðan í desember í fyrra um að gera með þeim listaverk,“ segir Odee í viðtali við Austurfrétt.

„Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur“

Um er að ræða brennivínsflösku með norðurljósaþema, þar sem innihaldið er blandað með phosphoresence, eða maurildi, og því ekki drykkjarhæft.

„Þetta veldur því að flaskan glóir í myrkri og er því safngripur en ekki til drykkju. Sé flaskan hrist lítillega hvirflast innihaldið og myndar skemmtileg norðurljósaáhrif,“ segir Odee.

Þar sem flaskan er hönnuð fyrir Brennivin Amerika er ekki víst að hún verði til sölu á Íslandi. „Ég mun gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að tryggja að Íslendingar fái að berja flöskuna augum. Hins vegar verða plaköt og annar varningur tengdur verkefninu í boði á Facebook-síðunni minni. Fólk þarf bara að vera duglegt að senda mér fyrirspurnir og fylgjast með.“

Viðtalið má lesa nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael

Sennilega refsað fyrir uppákomu í leik við Ísrael
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?

Ert þú að trufla dópamínkerfið með því að nota tvo skjái í einu?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Norski landsliðsþjálfarinn tekur ungstirni City af lífi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.