fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Allt önnur Ella færð á svið í Mosfellsbæ

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 1. október 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikfélag Mosfellssveitar setur nú upp metnaðarfulla sýningu, Allt önnur Ella, í samstarfi við Tónlistardeild Listaskóla Mosfellsbæjar. Frumsýning var í gærkvöldi og upplifun gesta er á þann veg að þeir koma inn á jazzbúllu í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft umlykur þar gesti.

Gestir sitja við borð í 70 manna sal, lýsing og umgjörð er seiðandi og fögur í senn. Leikarar þjóna gestum og sjá þeim fyrir veitingum og síðan hefst sýningin frjálslega og án hlés. Lög sem Ella Fidsgerald gerði fræg eru sungin af stórgóðum söngvurum ásamt hljómsveit og einnig kemur fyrir bráðfyndinn leikur og spuni í bland við tónlistina. Þetta er algjör veisla fyrir tóneyrað, skemmtun og um leið næring fyrir sálina.

Mynd: Solla Matt

Leikritið er þó ekki ætlað börnum, en höfðar sterkt til fullorðinna sem sækjast eftir notalegri kvöldstund með söng og gleði. Sýningin tekur um það bil 90 mínútur og gestum er alveg frjálst að hreyfa sig um á meðan.

Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir, búninga og sviðshönnuður er Eva Björg Harðardóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir.

Mynd: Solla Matt

Áhugaleikhús eins og Leikfélag Mosfellssveitar er ómetanlegt í hverju bæjarfélagi og velvild og áhugi gesta skiptir gríðarlega miklu máli. Þar er líka grasrótin í formi leiklistarnámskeiða auk félagslegrar styrkingar fyrir feimna sem ófeimna.

Allar upplýsingar má finna á Facebooksíðu Leikfélags Mosfellssveitar.

Næstu sýningar verða:

  1. sýning föstudaginn 6. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  2. sýning föstudaginn 13. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  3. sýning föstudaginn 20. október kl. 20.
  4. sýning föstudaginn 27. október kl. 20 – Örfáir miðar lausir.
  5. sýning föstudaginn 3. nóvember kl. 20.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 12 klukkutímum

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“

Starfskona á barnaheimili dæmd fyrir ofbeldi gegn 21 barni – „Aðeins verstu manneskjur ráðast á varnarlaus börn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara

Góð tíðindi fyrir Fantasy-spilara
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð

Rotnandi líkið í Teslunni – Segir galið að söngvarinn hafi ekki verið handtekinn og ákærður fyrir barnaníð
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“

Arne Slot segir að um falsfrétt hafi verið að ræða – „Hjá þessu félagi má gera mistök án þess að fá sekt“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum

Ásmundur Einar hættur í stjórnmálum
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Annað merki á Vestfjörðum veldur kergju – „Hvort er ljótara? þetta merki eða nýja merkið hjá Vesturbyggð?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.