fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025

Fær nauðgunarhótanir eftir að hafa sýnt órakaða fótleggi í auglýsingu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. október 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin 26 ára gamla Arvida Byström, fyrirsæta, ljósmyndari og stafrænn listamaður, kemur fram í auglýsingu Adidas Originals´Superstar, bæði myndbandi og ljósmyndum. Eftir að auglýsingin birtist hefur Byström fengið fjöldann allan af neikvæðum athugasemdum og hótunum, þar á meðal nauðgunarhótunum. Ástæðan? í auglýsingunni er hún með órakaða fótleggi.

„Það hafa ekki allir sömu reynslu af því að vera manneskja

Á Instagram skrifar hún: „Ég sem er hæf, hvít, gagnkynhneigð og það eina sem er óþægilegt eru smá líkamshár. Ég hef bókstaflega fengið nauðgunarhótanir sendar í skilaboðum. Ég get ekki einu sinni ímyndað mér hvernig er að njóta ekki þessara forréttinda og reyna að lifa í þessum heimi. Sendi ást og reynið að muna að allir hafa ekki sömu reynslu af að vera manneskja.“

Fjöldi einstaklinga skrifar neikvæðar athugasemdir undir myndbandið á YouTube. Einn skrifar „Eru konur orðnar svona? Nei takk.“ Og annar: „Hættu að bursta tennurnar og skeina á þér rassinn líka fökking þroskahefti feministi.“

En Byström hefur einnig fengið jákvæð viðbrögð og stuðning, þar á meðal eru margir sem svara neikvæðu athugasemdunum. „Það er furðulegt að segja það árið 2017, en hún sýnir kjark með að sýna náttúrulega fótleggi sína. Stattu þig stelpa!“ Annar skrifar: „Takk Adidas fyrir að sýna konu eins og hún er og hvað feminismi felur í sér.“

Byström er þekkt fyrir að storka ímynd feministans. Hún hefur áður birt myndir af sér þar sem líkamshár hennar og cellulite er sjáanlegt.

Í samstarfi við annan stafrænan hönnuð, Molly Soda, gaf hún út bókina Pics or it Didn´t Happen, sem inniheldur 270 myndir sem voru bannaðar á Instagram. Myndirnar eru aðallega af geirvörtum kvenna, leggöngum og líkamshárum.

Í myndbandinu segir Byström: „Ég tel að kvenleiki sé búið til af menningu okkar, þannig að ég held að allir sem geti gert kvenlega hluti geti verið kvenlegir. Mér finnst eins og margir í okkar samfélagi séu hræddir við það.“

Adidas lýsir henni sem „listamanni, ljósmyndara, fyrirsætu og netstjörnu, þekktri fyrir ljósmyndir hennar, sem velta upp spurningunni um hvað feminismi og kynjamörk eru með því að nota svokallaða fegurðarstaðla kvenna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag

Alræmdur fjöldamorðingi dó í fangelsi á sunnudag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu

Harðneitar fyrir að hafa haldið framhjá með þessari konu á Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi

Gagnrýnir þessa fjóra leikmenn United og segir að þeir eigi að bera liðið uppi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM

Íslands fékk mjög erfiðan drátt í undankeppni HM
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.