fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025

Jæja strákar! Hvernig væri nú að drekka eitt og eitt vatnsglas, eða skella sér í einstaka göngutúr?

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sjálfsagt mál að fá að eldast. Þess vegna hljómar það alltaf fremur hjákátlega í mín eyru þegar kynsystur mínar væla yfir aldursmerkjum sem verða smátt og smátt sýnileg á líkamanum. Vitaskuld er ég ekki alsaklaus af væli – en ég hygg að þegar ég varð 42 ára gömul, jafngömul og mamma mín var þegar hún þurfti að hætta að lifa vegna krabbameins, hafi ég látið af þeim ósið. Þvílík fásinna að ég skyld þurfa að ná þeim áfanga til að áttta mig!

Vælið snýst um broshrukkur, skorur kringum munninn, minni teygjanleika húðarinnar, aldursfjarsýni, og þá staðreynd að aðdráttarafl jarðar virkar. Það sem hangir lengi, á það nefnilega til að síga.

Frumur mannslíkamans eru forritaðar með það í huga að eiga að duga okkur til lífs í ákveðinn árafjölda – því höfum við ekki getað breytt í grófum dráttum þrátt fyrir tækniframfarir og ó, svo mikinn vilja. Við konurnar gerum hins vegar ýmislegt til að vinna gegn breytingunum. Við vitum að það er prýðileg hugmynd að fá vænan skammt af súrefni daglega, einstaka göngutúr gerir okkur gott, já eða jafnvel líkamsrækt, vatnsdrykkja er töfrum líkust og ýmis smyrsli og krem geta liðsinnt húðinni.

Við konurnar sagði ég – þú last rétt! Líka karlar í nágrannalöndum – eins og ég hef orðið ítrekað vör við á ferðalögum mínum þegar ég stend mig ítrekað að því að „læka“ karlmenn á Tinder sem eru JAFNGAMLIR MÉR OG JAFNVEL ELDRI. Þetta gerist varla á Íslandi. Það er eins og minnisblaðið um líkamsumhirðu og heilsuhegðun hafi aldrei náð Íslandsströndum á leiðinni frá Evrópu. Eflaust velkist það einhvers staðar úti á ballarhafi, blekið orðið máð og pappírinn tættur.

Á þessu eru vissulega undantekningar – svo að ef þú ert karlmaður og byrjaður að safna í bálköst vil ég árétta að ef við höfum „matchað“ á Tinder á þetta augljóslega ekki við um þig.

Í tilefni af þessum pælingum langar mig að sýna ykkur myndir af vörpulegum karlmönnum sem eru um og yfir fimmtugt og hafa lesið umrætt minnisblað og tileinkað sér þá góðu siði sem þar eru ritaðir. Það má ef til vill færa rök fyrir því að genalottóið hafi verið þeim hliðhollt – en munum líka að fegurð er afstæð og með góðum siðum og gleði í hjarta getur hver sem er geislað á hvaða aldri sem er!

 

1. Philippe Dumas – 60 ára

Fyrstan ber að telja Philippe Dumas, sem varð agalega vinsælt módel eftir að Instagram-reikningur hans rataði á Reddit. Hann er sextugur, fæddur í París og fyrirsætuferillinn hans er rétt að hefjast.

2. Anthony Varecchia – 53 ára

Þessi stælti New York búi á það til að skreppa í ræktina – enda er meiri vinna fyrir 53 ára mann að líta svona út en einhvern undir þrítugu! Fleiri myndir má skoða á Instagram.

3. Gianluca Vacchi – 50 ára

Það má alveg gleyma sér góða stund þegar Instagram-síðan hans Gianluca er heimsótt. Hann er ekki bara fagurt fés, heldur líka prýðilegur dansari eins og sjá má í þessu myndbandi:

4. Aiden Brady – 50 ára

Þessi þokkafulli silfurrefur er vinsæl fyrirsæta, vinsæll á pöllum hönnuðanna sem og í myndaþáttum. Instagram-reikningur hans telur tæpar 60 MILLJÓNIR fylgjenda! Aiden hefur líka leikið í bíómyndum – hæfileikar OG fegurð!

5. Eric Rutherford – 49 ára

Hann gæti eflaust stöðvað umferð með þessum kjálkum… En Eric er fyrirsæta, viðburðaplanari og kann að auki að skrifa þar sem hann ber titil ritstjóra á At Large Magazine. Hann er líka með Instagram.

6. Alessandro Manfredini – 48 ára

Nei, þetta er ekki Guð almáttugur – heldur bara hann Alessandro! Hann tekur nú silfurrefinn á æðra plan verð ég að segja. Kíkið á Instagramið hans – ekkert að þakka!

7. Deshun Wang – 80 ára

Halló langafi! Vá, ÁTTATÍU ára! Hann stimplaði sig rækilega inn á síðustu tískuviku í Kína og uppskar titilinn „Heitasti afi í Kína“. Hann hefur að sjálfsögðu leikið í bíómyndum – annað væri hneisa.

8. Irvin Randle – 54 ára

Gríðarlega smart og gríðarlega tískumeðvitaður. Kíkið bara inn á Instagram hjá honum!

9. Ron Jack Foley – 50 ára

… afsakið það leið aðeins yfir mig. Er nú í læstri hliðarlegu og teygi mig í lyklaborðið. Þessi Kanadamaður er sætari en Justin Trudeau og Justin Bieber TIL SAMANS! Má þetta bara?

10. Shan Michael Hefley – 54 ára

Þessi ákvað að hætta að vera mjúki bumbumaðurinn og skella sér í ræktina. Á Instagram skráir hann hverja upphífingu samviskusamlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar

Velti fyrir sér hvers vegna hún hætti að sjá myndir af litla frænda sínum á samfélagsmiðlum – Óhugnanlegur sannleikurinn kom í ljós síðar
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert

Ótrúlegur svikahrappur – Þær vissu ekkert
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ

Vara við flóðahættu nærri fyrirhuguðu fjölbýlishúsi í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum

Þessum bílum er oftast stolið í Bandaríkjunum – Eigendur Tesla í góðum málum
Eyjan
Fyrir 15 klukkutímum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“

Fótboltabullur Bröndby veittust að heimili Kjartans Henrys – „Menn með tattú í andlitinu, öskrandi og bankandi á rúður“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“

Fékk óvænt símtal frá fyrrum leikmanni erkifjendanna: ,,Ég sagði að þetta væri sofandi risi“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Trump sendir þjóðvarðliða inn í Washington DC og tekur yfir lögregluna

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.