fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Spennubækur Angelu Marsons – við gefum þrjár bækur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athugið: Búið er að draga í leiknum.
Bækur Angelu Marsons um lögreglufulltrúann Kim Stone hafa hlotið góðar viðtökur hér á landi sem og erlendis.

Þrjár bækur eru komnar út á íslensku: fyrsta bókin var Þögult óp, þá kom Ljótur leikur og nú er þriðja bókin, Týndu stúlkurnar komin út. Drápa gefur bækur Marsons út á Íslandi og hefur þegar samið um að halda áfram að gefa þær út. Þannig mun fjórða bókin, Play Dead, fara í þýðingu nú í haust og koma út í byrjun árs 2018.

Í samstarfi við Drápu gefur Bleikt einum heppnum vinningshafa bækurnar þrjár sem komnar eru út á íslensku.

Það sem þú þarft að gera til að eiga möguleika á vinningi er að:

1) Líka við Bleikt á Facebook.
2) Skrifa „komment“ við fréttina á Facebooksíðu Bleikt, þar sem þú segir okkur hver uppáhalds spennusöguhöfundurinn þinn er.

Við drögum út mánudaginn 25. september næstkomandi kl. 13 og mun vinningshafi fá tilkynningu á Facebook.

 

Um höfundinn Angelu Marsons

Angela Marsons býr í Svörtulöndum í Vestur-Miðlöndum í Englandi. Hún reyndi að fá bækur sínar útgefnar í 25 ár en án árangurs, alls staðar var henni hafnað. Hún vann sem öryggisvörður í verslanamiðstöð en missti þá vinnu og gekk illa að fá nýja. Hún sótti um fjölmörg störf en fékk hvergi ráðningu, meðal annars hjá Amazon í Bretlandi þar sem hún sótti um starf á bókalagernum (afar kaldhæðnislegt í ljósi sögunnar). Peningalítil og atvinnulaus var hún farin að fá lánað fé hjá fjölskyldunni og vinum til að eiga fyrir mánaðamótunum.

Einmitt þegar svartnættið blasti við fékk hún tölvupóst frá nýstofnaðri bókaútgáfu, Bookouture. Starfsmaður Bookouture hafði starfað fyrir umboðsmann rithöfunda sem hafði hafnað Angelu. Hún hafði sjálf hrifist af Þögult óp og hafði því samband við Angelu þegar hún var komin í sitt nýja starf hjá Bookouture.

Framhaldið er ævintýri líkast. Angela skrifaði undir átta bóka samning við Bookouture í lok árs 2014 og í febrúar 2015 kom fyrsta bókin um Kim Stone út, Þögult óp. Næstu tvær bækur um Kim Stone komu út sama ár og tveimur árum síðar, eða í lok janúar 2017, fór sala á bókum Angelu yfir tveggja milljón eintaka markið.

Drápa á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu

Fjarlægðu augu, heila og barkakýli áður þeir skiluðu líkinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð

Chelsea Englandsmeistari sjötta árið í röð
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV

Sólveig Anna blandar sér í ÍSÍ kosninguna – Hjólar í Valdimar Leó og íþróttafréttamann RÚV
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsyfirlýsing við stjórann

Stuðningsyfirlýsing við stjórann
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.