fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025

Eiginkona Chester Bennington deilir myndbandi, sem tekið var stuttu áður en hann fyrirfór sér

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 18. september 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chester Bennington, söngvari hljómsveitarinnar Linkin Park, fyrirfór sér í júlí og skildi fjölskyldu sína og fjölmarga aðdáendur eftir í sárum. Hann var 41 árs þegar hann lést og skildi eftir sig eiginkonu og sex börn.

Eftirlifandi eiginkona hans, Talinda Bennington, deildi í gær á Twitter myndbandi sem tekið er 36 klukkustundum fyrir andlát hans, í því sést hann spila með fjölskyldu sinni, hlæja og skemmta sér. Með myndbandinu skrifar Talinda: „Svona leit þunglyndi út gagnvart okkur 36 tímum fyrir andlát hans. Hann elskaði okkur svo heitt og við elskuðum hann.“

Talinda segir að tvítið sé það persónulegasta sem hún hefur póstað á samfélagsmiðla. „Ég pósta því til að sýna að þunglyndi verður ekki lýst á ákveðinn hátt, með einni hegðun eða einu andliti.“

Fyrr í mánuðinum deildi Draven, 15 ára sonur Bennington, þremur myndböndum í tilefni af alþjóðlegri forvarnarviku gegn sjálfsvígum. Í einu þeirra heitir hann „að ég mun tala við einhvern áður en ég skaða mig þegar mér líður illa, er þunglyndur eða á erfiða viku, mánuð eða ár. Ég vil skora á ykkur að gera hið sama, að hjálpa ykkur, ekki skaða ykkur.“

Chester Bennington ræddi opinskátt um andlega erfiðleika, sem mátti að hluta rekja til kynferðislegs ofbeldis sem hann varð fyrir sem barn. Hann glímdi einnig við eiturlyfjafíkn og alkóhólisma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta

Tveir látnir og níu særðir í skotárás í Brown-háskóla – Árásarmaðurinn á flótta
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“

Stefán telur þetta of algengt í umræðunni hér á landi – „Verið að reka þetta allt í fjölmiðlum, það fer rosalega í taugarnar á mér“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum

Þrettán ára drengur lést eftir að hafa úðað í sig ósoðnum núðlum
Pressan
Fyrir 19 klukkutímum

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi

Ung kona fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að valda dauða sona sinna í umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“

Sanna safnar frjálsum framlögum inn á eigin reikning – „Eðlilegast væri að mínum dómi að safna framlögum á sérstakan reikning“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður

Faðir fékk áfall þegar TR krafði hann um meðlagsgreiðslur þrátt fyrir jafna umgengni og staðfest samkomulag við barnsmóður
433Sport
Í gær

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann

Lofsyngur viðhorf Rashford – Ekki tekið ákvörðun hvort þeir kaupi hann
Fréttir
Í gær

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“