fbpx
Mánudagur 20.október 2025

Valgerður: „Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér“

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 12. júlí 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan ég varð móðir hef ég svolítið týnt gömlu mér… Jú það kannast örugglega margir við það að hafa ekki tíma í að sinna hlutum sem maður var vanur að hafa svo miklar áhyggjur af. Eins og til dæmis að finna hreinan bol, slétta yfir flókabunkann sem við köllum núna hár, jú eða lita augabrúnir. Ég get allavega sagt fyrir mitt leyti að ég er orðin ansi vön að arka um allt augabrúnalaus eins og ég hafi lent í hræðilegu grillslysi.

Valgerður Sif höfundur greinar.

Sú sem þú sérð í speglinum núna er kannski með nokkur, eða fullt af slitum. Hún er örugglega þreytulegri en venjulega og ábyggilega aðeins tuskulegri en þú átt að venjast…

Maður horfir á myndir af sér fyrir barnsburð og hugsar „sjáðu hvað ég var alltaf glöð, ekki með bauga og smart klædd! Ég vildi óska að ég liti enn svona vel út.“

Margar horfa á sig í speglinum og sjá aðra manneskju! En það sem ég er hér til að segja er að þú, eins og þú varst fyrir barnsburð, sú sem þú horfir á með glampa í augunum, þú ert þarna enn þá! Þó þú sért alltaf syfjuð, sjaldan tilhöfð og klædd í karteflusekk sem kallast „mömmubolur“ þá ertu þarna enn. Það getur tekið mánuði, jafnvel ár að verða aftur söm því við erum jú að móta manneskju, HEILA manneskju. Við erum þreyttar og þráum jafnvel ekkert heitar en að fá að setjast niður og sötra einn kaffibolla (eða kokteil!) frekar en að skipta á þessari myndarlegu kúkableyju sem barnið er að malla. Vertu bara þolinmóð, þetta kemur.

Engar áhyggjur ÞÚ kemur aftur… eins og þú varst, eða svona næstum. ÞÚ sem þú horfir á með söknuði þegar þú skoðar gamlar myndir er þarna enn. Þú þarft bara að finna hana. Það tekur tíma og jafnvel smá vinnu en það er allt í lagi. Það má.

-Valgerður Sif
Pistillinn birtist fyrst á Öskubuska.is og var endurbirtur hér með góðfúslegu leyfi höfundar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn

ÞÞÞ valinn bestur í þriðja sinn
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga

Breiðablik þarf að borga KSÍ fyrir Ólaf Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni

Viktor Bjarki gæti spilað gegn Dortmund í Meistaradeildinni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við

Hafnaði starfinu á dögunum en samþykkir nú að taka við
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs

Innviðaráðherra fellur frá þrepaskiptum réttindum til dráttarvélaaksturs
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu

Myndband: Lýsir því sem átti sér stað eftir brottrekstur Stóra Ange – Yfirmaðurinn neitaði að ræða málið á síðustu stundu
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“

Vill geta sleppt því að arfleiða soninn – „Þau sem þarfnast þess mest“