fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Kjartan langar að prófa kynsvall

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 23. maí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæl Ragga
Mig hefur langað lengi til að prófa orgiu eða kynlifsvall. Ég hef leitað og reynt að finna þannig hér á íslandi en aldrei fundið neitt né heyrt af því .

Gætir þú bent mer i rétta átt því mig grunar að þú gætir vitað um svoleiðis vegna vinnu þinnar.

Með bestu kveðju,
Kjartan

Myndin tengist greininni ekki beint!

Sæll Kjartan
Þú ert einn margra sem hafa leitað til mín að undanförnu með álíka fyrirspurnir. Áhugi fólks á frjálslyndu umgengni við kynlíf fer kannski vaxandi um þessar mundir. Að minnsta kosti hefur umræðan aukist heilmikið.
Hér á landi er hins vegar ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að opinberri starfsemi sem býður fullorðnu fólki að koma og njótast í góðra vina hópi. Hins vegar eru margir virkir í því sem kallast venjulega swing – og þeir sem meina eitthvað með þessu áhugamáli ferðast gjarnan til útlanda til að sækja kynlífsklúbba.

Á vefsíðunni sdc.com er hægt að komast í samband við fólk í álíka hugleiðingum – og ef mér skjátlast ekki ættir þú líka að geta tengst fólki gegnum fetlife.com. Báðar síðurnar eru eins konar samfélagasmiðlar, sú fyrrnefnda fyrir fólk sem hefur sérstaklega áhuga á swingi, en sú síðari fyrir fólk með áhuga á BDSM. Að einhverju leyti skarast þessi svið.

Lestu meira:

Ásta og Einar stunda kynlífsklúbba: „Okkur óraði ekki fyrir hvaða áhrif swingið ætti eftir að hafa á líf okkar“
Með Ástu og Einari í kynlífsklúbbi : „Konan ræður ferðinni“ – „Meira kynlíf per fermetra en ég hef áður séð“
Leikar æsast í kynlifsklúbbnum: „Hér dæmir mig enginn og ég fæ að njóta mín í öruggu umhverfi“

Íslenska swing-senan er sveipuð mikilli leyndarhulu, enda um grandvart fólk að ræða sem vill ógjarnan láta kynlífssögur berast út um sig. Kannski má segja að swing-fólkið sé í svipaðri stöðu hérlendis núna og BDSM-fólk var fyrir 1-2 áratugum síðan. Við höfum svo séð umræðu um BDSM opnast og skömmina dvína, enda nákvæmlega ekkert athugavert við leiki fólks þar sem allir aðilar eru samþykkir því sem fram fer. Vonandi munum við sjá svipaða þróun varðandi swing. Kannski hættir fólk að kippa sér upp við að nágrannaparið skreppi á kynlífsklúbb á meginlandi Evrópu endrum og sinnum. Enda varla pervertalegra að gera það en að skreppa á frímúrarafund eða í golfferð til Flórída.
Ráð mitt til þín er því að kaupa þér aðgang að SDC – já það kostar, því annars mundi svæðið fyllast af stjórnlausum gröðum einstaklingum – og reyna þannig að komast í samband við fólk í svipuðum hugleiðingum. Þú nefnir ekki í bréfinu hvort þú ert einn á báti – en rétt er að nefna að stakir karlmenn eiga venjulega erfitt uppdráttar í swing-senunni, og á flestum kynlífsklúbbum með gagnkynhneigðan fókus er þeim hreinlega meinaður aðgangur. Þeir eyðileggja víst stemmninguna með greddu og ólátum. Hérlendis eru reglulega haldin partí – en þau fara leynt og aðeins innvígðir geta búist við boði. En einhvers staðar verður maður að byrja!

Bestu kveðjur og gangi þér vel,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Stuðningsyfirlýsing við stjórann

Stuðningsyfirlýsing við stjórann
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð

Margir lykilstarfsmenn óttast uppsagnir á vinsælli sjónvarpsstöð
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“

Trump fór yfir um þegar blaðamaður reyndi að leiðrétta hann – „Terry, þú mátt ekki gera svona“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“

Lenti í miklum erfiðleikum við að skila peningum sem hann átti ekki – „Ég vona að ég lendi ekki í fangelsi fyrir allan þennan heiðarleika“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Afturelding landaði Benjamin Stokke á lokadegi gluggans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.