fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025

Hættum að dæma annað fólk í ræktinni

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar hjúkrunarneminn Stephanie Lynn Holdmeyer byrjaði að æfa í nýrri líkamsræktarstöð var gert grín að henni og Chris kærastanum hennar á netinu. Þau voru gagnrýnd fyirr að vera með lyftingarbeltið á sér alla æfinguna eins og þau væru að sýna sig. Sannleikurinn var að þetta var aðeins tveimur mánuðum eftir að Stephanie fór í bakaðgerð. „Ég notaði lyfingarbeltið mitt á næstum öllum æfingum vegna stuðningsins,“ sagði Stephanie um atvikið í einlægum pistli á Facebook.  Stephanie sem býr í Washington hvetur fólk til þess að hætta að dæma aðra í ræktinni.

Stephanie segir að allir verði fyrir því að vera dæmdir og annað fólk nenni ekki að reyna að skilja eða spá í því af hverju þú gerir það sem þú gerir. Hún segir nauðsynlegt að stoppa og hugsa áður en þú dæmir fólkið í kringum þig í ræktinni.

Þessi of þungi maður… Einhver dæmir hann vegna þyngdar, en vita ekki að hann er nú þegar búinn að léttast um 50 kíló og hefur gjörbreytt lífi sínu.

Gaurinn með grönnu fótleggina… Hann er búinn að fara í sjö hnéaðgerðir og er að reyna að styrkja á sér fæturna. Þetta er langt og erfitt ferli.

Mjóa stelpan sem þér finnst að „verði að fara að borða eitthvað“… Hún er mjög meðvituð um granna líkamsbyggingu sína og er að reyna að þyngjast en er með mjög hraða brennslu.

Unglingurinn sem eltir þig og horfir á allt sem þú gerir… Hann lítur upp til þín og langar að læra æfingarnar þínar, en er bara of hræddur til að gefa sig á tal við þig.

Stelpan með lélegu líkamsstöðuna… Hún þurfti að undirbúa sig andlega til þess að þora inn í lyftingarsalinn því hún var dauðhrædd um að fólk myndi dæma sig. Hún efast um allar æfingarnar, en er of feimin til þess að biðja einhvern um ráð.“

Massaði gaurinn sem þér finnst svo góður með sig… Hann ólst upp við fátækt og æfingar voru hans val fram yfir fíkniefni og áfengi. Hann er ekkert góður með sig, hann er bara einbeittur.

Konan sem er of lengi í tækinu sem þú ert að bíða eftir… Hún er einstæð móðir dauðþreytt þar sem hún er í tveimur störfum og að ala upp þrjú börn. Hún er að reyna að ýta sér áfram til þess að klára æfinguna, en hún þarf smá aukahvíld á milli setta.

Gamli maðurinn sem er að gera skrítnar æfingar og talar allt of mikið… Hann ákvað að gerast meðlimur í líkamsrækt til þess að halda sér á hreyfingu og hitta annað fólk eftir að konan hans lést á síðasta ári. Að tala við þig gerir daginn hans betri og hjálpar í þunglyndinu.“

Stephanie minnir á að það er aldrei gott að dæma bókina útfrá kápunni, það er alltaf eitthvað sem þú veist ekki. „Í stað þess að ákveða eitthvað eða dæma, taktu augnablik til þess að setja þig í spor annarra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gerrard útskýrir af hverju hann hafnaði starfinu

Gerrard útskýrir af hverju hann hafnaði starfinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“

Heimir kemur með von og trú – „Hefði ekki tekið þetta að sér nema að vera með þá tryggingu“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“

Fóru yfir fjaðrafokið í Úlfarsárdal – „Get alveg skilið að það er enginn sem hefur gaman að því að heyra það“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat

Óhugnanlegt kynferðisbrotamál ungmenna á Suðurnesjum – Dreifðu myndbandi af nauðgun gegn ólögráða stúlku á Snapchat
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank

Er allt í klessu hjá Tottenham? – Sjáðu þegar tveir leikmenn liðsins neituðu að taka í hönd Thomas Frank
Fréttir
Í gær

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna

Þrotabúið fer fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi Brotaflshjóna
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.