fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Kylie og Kylie áttu í lagalegum deilum – Nú er ljóst að Kylie vann!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þið vissuð kannski ekki af þessu – en ástralska söngkonan Kylie Minogue er búin að eiga í deilum við nöfnu sína, bandarísku raunveruleikastjörnuna Kylie Jenner. Deilan snerist um kröfu fröken Jenner um að fá einkaleyfi á því sem þær eiga sameiginlegt – fornafninu Kylie.

Á mánudaginn varð ljóst að Kylie Minogue vann slaginn. Það er þessi káta til vinstri hér fyrir ofan!

Einkaleyfastofan bandaríska vísaði beiðni Kylie Jenner frá – en fregnir herma að hún undirbúi nú áfrýjun þess efnis að hún fái að nota vöruheitið Kylie fyrir tísku- og snyrtivörulínur sínar, sem hafa notið talsverðra vinsælda.

Varalitir Kylie hafa til að mynda verið geysivinsælir.

Það var árið 2014 sem Kylie Jenner (19) sótti um einkaleyfi á vörumerkinu Kylie. Í febrúar í fyrra var þessu mótmælt fyrir hönd Kylie Minogue (48) af ástralska umboðsfyrirtækinu KDB.

Samkvæmt réttarskjölum sem New York Post komst yfir, voru rök KDB meðal annars byggð á að vörumerki Kylie Jenner gæti ruglað aðdáendur Kylie Minogue og haft skemmandi áhrif á hennar vörumerki.

Einnig var bent á að ástralaska poppstjarnan á vörumerkið Kylie í skemmtana- og tónlistarupptökubransanum – hún á vörumerkin „Kylie Minogue Darling,” „Lucky – the Kylie Minogue musical” og „Kylie Minogue,” og að auki hefur hún átt vefsíðuna Kylie.com síðan 1996.

Í skjölum KDB er rætt um sýniþörf Kylie Jenner á samfélagsmiðlum og umdeildar færslur hennar sem hafa uppskorið gagnrýni frá baráttusamtökum fatlaðra, og samfélagi svartra.
Einnig er talað um Kylie Jenner sem aukapersónu í sjónvarpsþættinum Keeping up with the Kardashians þar sem hún birtist í stoðhlutverki við Kardashian-systurnar Kim, Khloé og Kourtney.

People greindi frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“

Lýsir áhyggjum af stöðunni í Eyjum – „Alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð

3ja ára sonur íþróttafréttakonu kom einn til dyra þegar afi rak inn nefið – Inni á heimilinu beið þeirra versta martröð
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt

Barcelona skoðar tvo miðverði til að reyna að bæta uppspil sitt
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Guardiola gagnrýnir tvo leikmenn eftir gærkvöldið – Voru orkulausir og sinntu ekki varnarvinnu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.