fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Vera ættleiddi lemúr – „Vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. janúar 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útvarpskonan og vitringurinn Vera Illugadóttir er búin að ættleiða lemúr! Já, þið rekið eflaust upp stór augu, því lemúrar eru jú fjarri því að þrífast á Íslandi, en þessi býr dálítið langt í burtu. Við heyrðum í Veru til að forvitnast um litla lemúrinn hennar.

„Þetta er svipað og fólk sem gerist heimsforeldrar fátækra barna og munaðarleysingja úti í heimi, nema hvað ég styrki lítinn músalemúr sem býr á lemúrarannsókna – og verndunarstöð í Duke-háskóla í Norður-Karólínu,“ segir Vera í samtali við blaðakonu Bleikt.

Hér sjást ættleiðingarpappírarnir.

Hún hafði lengi fylgst með starfi þessarar rannsóknastöðvar sem er leiðandi í rannsóknum og verndum lemúra á heimsvísu. „Þegar ég sá svo að þeir buðu upp á „ættleiðingar“ fannst mér sjálfsagt að styðja það starf.“

Lemúrar í uppáhaldi

„Lemúrar eru meðal minna uppáhalds dýra, og ég rek auðvitað vefritið Lemúrinn.is með öðrum. Þetta eru mjög merkilegar og fjölbreytilegar skepnur, og í gríðarlegi mikilli útrýmingarhættu, svo mér finnst mikilvægt styðja verndunarstarf í þeirra þágu.“

Hér er hún Thistle að gæða sér á einhverju góðgæti.

Lemúrinn hennar Veru er svokallaður músalemúr, sem er minnsta lemúrategundin, á stærð við mús eins og nafnið bendir til. „Hún heitir Thistle, er kvenkyns, fimm ára gömul, og samkvæmt pappírunum sem ég hef fengið um hana er hún fjörug og hefur gaman af því að stökkva milli trjágreina og éta maðka.“

Gætu hist

Svo heppilega vill til að eitt af því sem er innifalið í ættleiðingunni er að Vera má koma og heimsækja rannsóknarstöðina og þá um leið sinn lemúr. „Ég á ekki beint annað erindi til Norður-Karólínu á næstunni en vonandi get ég kíkt á hana einhverntímann. Það yrðu vafalaust miklir fagnaðarfundir!“

Að lokum ákvað blaðakona að inna Veru eftir frekari gæludýraeign. „Ég á annars bara gamlan kött sem býr hjá foreldrum mínum. Við vorum miklir vinir en hann hefur aldrei fyrirgefið mér fyrir að hafa flutt að heiman fyrir sjö árum og virðir mig ekki lengur viðlits.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum

Ekki tilbúnir að láta Grealish fara á þessum forsendum
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna

Eiginmaður þingflokksformanns Sjálfstæðisflokks á bak við umdeildu EXIT-auglýsinguna
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“

Hrafn kryfur þátt Kveiks um njósnir Björgólfs Thors – „Eigum við ekki skilið hærri klassa af glæpamönnum?“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm

Nýjar myndir af söngkonunni ýta undir Ozempic orðróm