fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Sara girnist aðra menn – „Þegar ég kem heim ætlar samviskubitið að drepa mig“

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 22. janúar 2017 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæ Ragga
Ég er 39 ára kona í hjónabandi með yndislegum manni. Við erum búin að vera saman í 12 ár og gift sirka helminginn. Ég hef alltaf verið honum trú og í raun varla litið á annan karlmann – enda ber ég mikla virðingu fyrir hjónabandinu sem slíku og finnst að fólk sem ákveður að giftast eigi að halda sig við hvort annað. Það hefur sem sagt ekkert breyst þó að árin hafi liðið, en eitthvað hefur breyst samt því ég er farin að standa sjálfa mig hvað eftir annað að því að hugsa um aðra menn. Þetta hefur verið að gerast meira og meira síðan ég byrjaði á nýjum vinnustað fyrir einu og hálfu ári – sem er satt að segja morandi í myndarlegum karlmönnum. Ég er farin að klæða mig meira sexí fyrir vinnuna og njóta athyglinnar sem ég fæ – aðeins of mikið að mínu mati. Ég hef ekkert gert, en mikið hugsað og talsvert daðrað. Þegar ég kem heim ætlar samviskubitið að drepa mig, því ég elska manninn minn mjög mikið í alvöru talað.
Elsku Ragga hvernig get ég hamið mig betur og hætt að láta þetta hafa svona mikil áhrif á mig?
Kveðjur,
Sara

Elsku Sara
Mikið ertu nú eðlileg. Svei mér þá ef þú ert ekki bara mannleg eftir allt saman! Hér koma nefnilega stóru fréttirnar: ÞAÐ ER MJÖG EÐLILEGT AÐ GIRNAST FLEIRI EINSTAKLINGA EN MAKANN! Jafnvel þó að kona sé gift honum og elski hann ósköp mikið. Það að giftast einhverjum felur vissulega í sér loforð um trúmennsku og traust milli þeirra sem eiga hlut að máli. Það þýðir hins vegar ekki að þú hafir lofað því að girnast aldrei neinn annan – bara að þú ætlir ekki að stökkva á eftir hverjum einasta föngulega karlmanni sem kemur inn í þinn radíus og reyna að gilja hann. Við skulum samt ekki gleyma því að það eru til ýmis önnur sambandsform en „monogamy“ (sem hefur oftast verið þýtt sem „einkvæni“ á íslensku, en það er alls ekki nógu góð þýðing – við leitum áfram að betra orði), og æ fleiri virðast vera jákvæðari gagnvart ýmsum formum af „non-monogamy“.
En aftur að þér – þú finnur (eðlilega) fyrir orkunni sem daður og dufl gefur þér í dagsins amstri. Svo kemur þú heim og rankar við þér og færð þetta agalega samviskubit. En stöldrum nú aðeins við – þú varst ekki að gera manninum þínum neinn óskunda með þessu – þú elskar hann eftir sem áður og braust engin loforð eða samninga ykkar á milli sem í gildi eru. Prófaðu að koma heim með annað viðhorf – notaðu orkuna sem daðrið bjó til innra með þér til að efla sambandið við manninn þinn. Allir hafa gott af staðfestingu á því að vera aðlaðandi – og þú færð hana greinilega frá þessum sjóðheitu vinnufélögum. Komdu heim í lok vinnudagsins, uppfull af sjálfsöryggi og losta og leyfðu manninum þínum að njóta.

Bestu kveðjur og gangi þér vel,
Ragga

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.