fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025

Manuela Ósk blómstrar í L.A. – Komin á heiðurslista vegna góðra einkunna!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 10. janúar 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manuela Ósk Harðardóttir, fegurðardrottning, fyrirsæta og allsherjar athafnakona, hefur dvalið í Los Angeles að undanförnu. Hún stundar þar nám við Fashion Institute of Design and Merchandising og vinnur að gráðu í samfélagsmiðlum (Social Media).
Það gengur ljómandi vel hjá Manuelu en á dögunum hlotnaðist henni sá mikli heiður að komast á Honor Roll vegna góðra einkunna. Við á Bleikt ákváðum að hafa samband við Manuelu og forvitnast aðeins um lífið í L.A.

Hún segir námið krefjandi og kennarana kröfuharða. „Ég fékk 4.0 GPA skor sem er hæsta mögulega einkunn og komst þess vegna á Honor Roll. Þetta er mikill heiður. Ég er í fullri vinnu við að fara út fyrir þægindarhringinn í skólanum!“

Bréfið góða um að Manuela væri komin á Honor Roll

Fjölskyldan blómstrar

Manuela segir að lífið í L.A. sé frábært. „Við erum öll að blómstra hér – sem er dásamlegt, því ef þetta hefði hentað börnunum mínum illa þá hefði ég komið strax heim. Þau hafa aldrei verið vinafleiri og glaðari – og það gefur mér mesta peppið til að standa mig vel. Umhverfið hér er frábrugðið og það eru meiri möguleikar og meira skemmtilegt í gangi – en lífið er svipað – ef ég er ekki í skólanum þá er ég með börnunum mínum.“

Í jólastuði með börnunum!

„Ég hef lært af reynslunni að hugsa ekki of langt fram í tímann – því ég er alltaf að fá ný og spennandi tækifæri og maður veit aldrei hvert þau taka mann. Akkúrat núna er ég alsæl hér og er einbeitt í að klára námið.“

Margt spennandi framundan

Síðar í mánuðinum er Manuela að fara til Filippseyja. „Hún Hildur María, Miss Universe Iceland, mun keppa fyrir Íslands hönd í Miss Universe. Ég er framkvæmdarstjóri keppninnar heima á Íslandi og þetta er í fyrsta skipti í 7 ár sem íslensk stelpa fer í Miss Universe. Hildur er að standa sig rosalega vel – og ég mæli með að allir fylgist með á samfélagsmiðlum (instagram: missuniverseiceland – snapchat: missuniverseice).“

Manuela er útskrifuð úr fatahönnunardeild Listaháskóla Ísland en síðasta haust hannaði hún úlpu fyrir Zo-On Iceland. „Ég er alltaf að hanna eitthvað í hausnum – og verkefnið sem ég gerði með Zo On gaf mér smjörþefinn af því hvað það er gaman að sjá hugmyndirnar sínar og hönnun fara alla leið. Mig langar að gera meira af því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið

Frakkarnir létu höggin dynja á Skyttunum eftir gærkvöldið
Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“

Kínverjar kokhraustir – „Mikið áhyggjuefni“
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“

Árni tekur njósnamál Björgólfs Thors fyrir – „Við verðum bara í bandi þegar við höfum staðið hann að verki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors

Sjáðu teikningu Lóu af njósnamáli Björgólfs Thors
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

United skoðar ungstirni sem er líkt við Pogba og Bellingham

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.