fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Star Wars myndum fer fækkandi

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 22. september 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eftir á að hyggja sé ég mistökin sem ég gerði og tek á mig sökina. Þetta var aðeins of mikið á stuttum tíma.“ Svo mælir Bob Iger, framkvæmdastjóri Disney í samtali við fréttamiðilinn The Hollywood Reporter, en Iger hefur ákveðið að besta ákvörðunin varðandi Star Wars myndabálkinn sé að fækka í færibandinu.

Þegar risarnir hjá Disney festu kaup á fyrirtækinu Lucasfilm var strax tekin sú ákvörðun að gefa út eina Star Wars mynd á hverju ári. Hugmyndin var að feta í fótspor Marvel-myndanna – sem eru einnig í eigu Disney – og leit það út fyrir að vera hagnýt viðskiptaákvörðun, þangað til að kvikmyndin Solo: A Star Wars Story stóðst ekki væntingar í aðsókn fyrr um árið.

Heildartekjur Solo námu í kringum 400 milljónir á heimsvísu. Undir venjulegum kringumstæðum þykir það ekki vera amaleg tala, nema það að kostnaður myndarinnar er sagður vera í kringum 300 milljónir og fór umtalsverður aukakostnaður í markaðssetningu myndarinnar. Solo er þar með talin vera fyrsta svokallaða flopp myndabálksins og var það kveikiþráðurinn að breyttum áherslum hjá Disney og verða því sjálfstæðar kvikmyndir seríunnar í minni forgangi.

„Þið megið búast við fækkun en það þýðir auðvitað ekki að við munum ekki búa til kvikmyndir,“ bætir Iger við. „Næstu skref eru þau að ákveða hvernig við förum að þessu eftir næstu kvikmynd. Við viljum einbeita okkur að gæðum frekar en magni.“

Mikið vatn hefur runnið til sjávar eftir að Disney keypti Lucasfilm árið 2012 og stóð til að framleiða ýmsar kvikmyndir sem aldrei urðu að veruleika. Á tímapunkti heyrðust raddir um að framleiðsla ætti að hefjast á sjálfstæðum kvikmyndum um persónurnar Boba Fett, Yoda og Obi-Wan Kenobi á yngri árum.

Næsta framlag til myndabálksins verður ónefndi níundi kafli seríunnar, en J.J. Abrams (The Force Awakens) vinnur hörðum höndum að henni að svo stöddu. Einnig eru helstu aðstandendur Game of Thrones-þáttanna, þeir David Benioff og D.B. Weiss, að þróa eigin sögur úr sama heimi.

Star Wars: Episode IX verður frumsýnd í kringum jólin á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun

Eva Laufey skellti sér á uppistand ári á undan áætlun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“

Uppnám í Ungfrú Ísland: „Get ekki lengur setið undir þessari framkomu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?

Var Michael Jackson hafður fyrir rangri sök?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor

Bókaspjall: Klisjufrítt svæði, hlaðið húmor
Fókus
Fyrir 1 viku

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 1 viku

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs